Túrin Turambar Dagnir Glaurunga Þessi grein er um ævi Túrin Túramabar Dagnir Glaurunga sem er ein merkilegasta persóna sögu Middle-Earth og var mikil hetja og mjög göfugur.

Túrin var nafn elsta barns Húrins og Morwenar, og hann fæddist sama ár og Beren kom til Doríat og fann Lúthien Tinúviel, dóttir Thingol. Túrin átti líka systur en hún hét Urwen en hún var líka kölluð Lalaith, sem þýðir Hlátur. Urwen var mikið fyrir tré og blóm en ekki mikið fyrir stríð og þannig lagað. Túrin var elskaður minna en hún. Hann var dökkhærður, með grá augu, ekki mjög glaður og talaði lítið en hann var mjög fljótur að læra og sýndist oft eldri en jafnaldrar hans. Túrin var lengi að gleyma óréttindum og niðurlægindum en hann hafði það frá föður sínum að vera mjög fljótur að verða reiður en samt sýndi hann mikla vorkunn. En það komu upp veikindi úr norðri og veiktust þá Túrin og Urwen. Túrin harkaði það af sér en Urwen lét lífið.

Túrin átti einn góðan og traustan vin sem var vinnumaður hjá Húrin og hét Saldor, til hans gat Túrin alltaf leitað. Það koma svo að því að Húrin lagði af stað til Angbanda og var hann tekinn höndum og farið með hann til Morgoth. Húrin hélt höfði sínu hátt og endaði það með því að Húrin var settur þar sem hann gat séð öll illvirki Morgoths fara fram.

Þegar leið á árin fór Morwena að óttast um Túrin og sendi hann í burtu til Doriath. Túrin var tregur til að fara en fór á endanum. Þegar Túrin var lítill krakki fylgdist Melíana með honum þó hann sá hana sjaldan. En það var ung kona að nafni Nellas sem elti Túrin þegar að hann fór á kreik í skóginum og hún kenndi honum á leiðir og náttúru Doriat og kenndi honum að tala Sindarin. Thingol sendi menn til að færa tíðindi af Morwen og Nienor.

Það kom sá tími að sendiboðar Thingols snéru ekki aftur og þá varð Túrin mjög áhyggjufullur og í marga daga sat hann þögull og starði út í bláinn. Síðan að öllum óvörum fór Túrin til Thingols og bað um búnað til hernaðs því hann ætlaði að ráðast gegn óvininum. Thingol reyndi að neita honum það en hann var frjáls til ferða sinna því fór hann í átt til norðurs. Aðeins einn var sterkari en Túrin af hermönnum Thingols og það var Beleg Cúthalion og þeir urðu miklir vinir.

En nú liðu þrjú ár og Túrin kom sjaldan til halla Thingol og Túrin var ekki mikið að hugsa um framkomu sína og hann var með ókembt hár og með skikkju yfir herklæði sín. En þetta breyttist á þriðja sumrinu en þá fór hann til halla Thingol en Thingol var ekki þar. Túrin sast án hugsunar við borð og lenti í þeim vandræðum að fara í sætið hans Saeros. Saeros og Túrin lentu í miklum deilum og það kom nálægt því að Túrin dræpi Saeros en Mablung stoppaði það. Þegar Túrin var að fara frá Menegroth varð Saeros á vegi hans, vopnaður og í herklæðum. Þeir lentu í bardaga og Túrin særði Saeros en drap hann ekki heldur afklæddi hann og sleppti honum og elti hann síðan með sverðið í loftinu. Margir heyrðu öskur Saeros og hlupu eins hratt og mögulegt var til þeirra, fyrstur þeirra var Mablung. En Saeros datt hátt fall og lét lífið og Túrin varð hræddur um misskiling og verða refsað og fór frá Doriath. Þegar Thingol og Melíana komu aftur til ríki síns var Thingol tilkynnt allt sem fór fram og eftri miklar umræður og vitnisburði ákvað hann að það yrði leitað að honum, en Beleg var sá sem leitaði Túrin mjög ákaft og víða.

Því næst var Túrin tekinn inn í hóp af útlægðum mönnum, sem var leiddur af manninum Forweg. Einn daginn þegar að Túrin var eitthvað að brúska tók hann eftir því að leiðtoginn(Forweg) og Andróg vinur hans voru ekki innan hópsins og spurði Túrin hópinn en þeir hlógu aðeins og sögðu að þeir væru að sinna sínum málum. Túrin sætti sig við þessa skýringu en tók sér göngutúr inn í skóg einn sem var þarna nálægt. Þá kemur hlaupandi kona í mikilli hræðslu og Túrin stekkur upp og kemur þá ekki Forweg hlaupandi á eftir henni og Túrin drepur hann í panici. Þegar að Túrin snéri aftur til hópsins var mikið talað og rifist vegna andlátst Forweg en á endanum voru allir sammála um að gera Túrin að foringja þeirra.

Árið 486 fann Beleg Túrin og sagði honum frá góðum vilja Thingol, en Túrin neytaði að snúa aftur til Doriath. Þá fór Beleg. Eftir brottför Beleg fór að ganga illa hjá Túrin og mönnum hans en þeir voru oftar en ekki eltir af orkum frekar en að elta orka.Þá ákvað Túrin að reyna að finna öruggan stað þar sem hann og menn sínir gætu haldið sig yfir veturinn. Þeir ferðuðust langt en einn daginn tók hópurinn eftir þrem verum sem átti leið nálægt búðum þeirra. Án endanum náðu þeir einni en hinar sluppu, við fyrstu sín héldu þeir að þetta væri orki eða náskyld skepna en gerði Túrin sér grein fyrir því að þetta var dvergur. Túrin hlífði lífi dvergsins, en dvergurinn bar nafnið Mím, í staðin fyrir að hann leiddi þá í húsakynni sín.

Eftir langa og erfiða göngu komu þeir að húsi Mím en það bar nafnið Bar-en-Nibin-noeg, sem aðeins fornar sögur Doriath og Nargothrond mundu eftir. Mím kom að syni sínum látnum og var mjög hryggur en Túrin talaði af visku og göfugleika til hans og dáði Mím hann fyrir það og settust Túrin og menn hans að í húsi Mím. Sama vetur kom Beleg til hans og gekk í lið með honum og árið 487 hreinsuðu þeir svæðið af orkum. Túrin kallaði sig Gothol, þar sem hann klæddist Dragon-helm frá Dor-lómin sem Beleg hafði komið með til hans. Landið sem að Beleg og Túrin réðu yfir var kallað Dor-Cúarthol, skírt eftir hjálmi Túrin og boga Beleg. Árið 487 var Túrin tekinn höndum af orkum en honum var bjargað seinna af Beleg og Gwindor en Túrin drap Beleg af mistökum. Í sorg sinni hlúaði Gwindor að honum þangað til að hann náði sér til fulls í Eithel Ivrin.

Túrin kom til Nargothron með Gwindor, .ar sem að hann skírði sjálfan sig Agarwaen, son Umarth. Hann náði fullum þroska í Nargothrond, og milli 488 og 496 varð hann mikill stríðsmaður og traustur ráðgjafi, og hvatti Orodreth til að berjast við orkana opinberlega í Talath Dirnen. Á þessum árum kölluðu álfar Nargothrond hann Adanedhel, vegna fegurð hans og göfugleika, og hluta til vegna Mormegil, hið Svarta sverð Nargothrond og vegna Gurthang, sverðins sem að Beleg átti einu sinni. Á þessum árum varð Finduilas ástfangin af honum en hann bar ekki sömu tilfinningar gangvart henni.

Túrin barðist með miklu hugrekki í Battle of Tunhaland, en snúði aftur til Narghthrond en gekk þar í gildru Glaurung. Eftir að hafa verið sleppt af drekanum fór hann til Dor-lómin í leit að móður sinni og óþekktri systur sinni í staðin fyrir að reyna að bjarga Finduilas frá orkum sem höfðu tekið hana höndum. Þegar að hann komst að því að hann hafði verið plataður varð hann mjög reiður og í reiði sinni drap hann marga Easterlings. Túrin skírði sig Wildman og the Woods og á leið sinni aftur til Nargothrond frétti hann af dauða Findiulas og sökk aftur í mikla sorg. En hann var „læknaður“ af Brandir og settist að meðal Heledin og skipti enn og aftur um nafn og kallaði sig núna Turambar. Í nokkur ár(497-501) lifði Túrin í felum, en hélt vegamótum Teiglin og Haudh-en-Elleth frá orkum, en notaði ekki Dragon-helm né barðist með Gurthang. Um 500 giftist hann Níniel, sem var í rauninni systir hans Nienor.

Næsta ár ógnaði Glaurung Brethil en Túrin drap hann. Túrinn stakk sverði sínu djúpt í hold Glaurung og þegar að hann dró sverðið til baka spýttist svart blóð á hann og brendi það hann og hann féll niður sem dauður. Brandir kom til Níniel sam var í þungum þönkum vegna Túrin en hún vissi ekki af dauða Glaurung. Hann bauðst til að flýja með hann frá drekanum(enginn vissi að Galurung væri látinn) en hún þagði. Seinna leiddi hún hann í átt að staðnum þar sem Túrin barðist við Glaurung en þegar að Brandir gerði sér grein fyrir því hvert hún leiddi hann varð hann hissa en hún hljóp fram úr honum. Níniel kom að Túrin liggjandi við hliðina á Glaurung og hélt hún að Túrin væri látinn. Nú kom kippur í Glaurung og hann sagði henni að Túrin væri bróðir hennar og sagði ýmislegt slæmt um hann síðan lést hann. Eftir að hafa heyrt þessi orð hljóp Níniel að Cabed-en-Aras og endaði líf sitt þar. Brandir sá það gerast og snúði aftur til Nen Girith. Brandir dagði fólkinu að Glaurung og Túrin væru látnir og sagði það góð tíðindi og hann sagði einnig að Níniel væri látin.

Skömmu seinna vaknaði Túrin og stefndi að Nen Girith. Hann kom að Brandir í góðu og spurði hvar Níniel væri en frétti þá að hann hafði sagt að “dauði” Túrin væri af hinu góða og Brandir sagði Túrin einnig að Níniel var systir hans og drap Túrin Brandir. Túrin hljóp núna í ofsa og kenndi Middle-Eath um alla sína sorg. Hann mætti Mablung sem var í sendiför til að vara við Glaurung en komst þá að vþí að Túrin hafði drepið hann og komst Túrin að því að Brandir hafði sagt sannleikann um Níniel. Nú hljóp Túrin frá Mablung og mönnum hans og kom á endanum að Cabed-en-Aras, þar sem að Níniel hafði látið lífið og ákvað þá í sorg sinni að láta lífið og dró upp sverð sitt og verð ég að segja orðrétt það sem sagt var:

Túrin sagði við sverðið sitt, Gurthang: „Hail, Gurthang, iron of death, thou alone now remainest! But what lord or loyalty dost thou know, save the hand that wirldeth thee? From no blood wilt thou shrink! Wilt thou take Túrin Turambar? Wilt thou slay me swiftly.?“

Þá glamraði rödd frá sverðinu sem svaraði: „Yea, I will drink the blood, that I may forget the blood of Beleg my master, and the blood of Brandir slain unjustly. I will slay thee swiftly.„

Nú staðsetti Túrin sverðið á jörðinni og stökk á odd Gurthang, og svart blaðið svifti hann lífinu. En Mablung kom að Túrin látnum og var hann jarðaður og var skrifað á legstein hans:

<center><b>Túrin Turambar Dagnir Glaurunga</b></center>

<center><b>Nienor Níniel</b></center>

En hún var ekki jörðuð þarna og enginn veit hvert kalt vatn Teiglin fór með hana.

<i>Hér endar hin sorglega en samt sem áður merkilega saga Túrin Turambar.</i