<p>Ég ætla að vona að þetta virki því ég sendi þessa grein inn í html kóða því ég nota þetta efni í tölvuverkefni. Flest hérna er þýtt upp úr bókinni <i>Unfinished Tales</i></p>
<pre></pre>
<p>Istari eru Majar (sem eru af sama stofn og Valar og eru Majar hjálparsveinar þeirra) og voru sendir til Middle-Earth af Völunum þegar að veldi Sauron fór að myndast eftir fall Númenor. Fyrsti sem kom, af þeim fimm sem voru sendir kom um 1000 á þriðju öldinni. Í langan tíma voru þeir að fara fram og til baka á Middle-Earth og lærðu um lifnaðarhætti þeirra sem bjuggu þar og menn óttuðust þá og töldu þá vera álfa. Þeir komu í líkama manna
og höfðu alla veikeika holds þeirra, það er að segja þeir voru dauðlegir og
þorsti og hungur hrjáðu þá en eldust ekki. Verkefni þeirra var að koma fyrir augum annara veikburðir og gamlir og sýna ekki sinn fulla styrk og sameina alla þá sem voru í góðu gegn myrkraveldi Sauron. Það er ekki vitað hve margir Majar komu til Middle-Earth en The Istari voru fimm:<p> <p>

<li><p>Sá fyrsti sem kom var Saruman, einnig þekktur sem Kúrúnír, með hrafnsvart
hár, fagra rödd(sem að maður féll auðveldlega fyrir) og allur klæddur í hvítt og var hann viðurkenndur sem leiðtogi þessara fimm.<p> <p>

<li><p>Tveir komu í klæddir í hafbláu
<ul>
<li>Alatar </li>
<li>Pallando<p>
</li>
</ul>

<li><p>Einn í brúnum klæðum, Radagast<p> <p>

<li><p>Sá síðasti sem kom sýndist minni en hinir fjórir og eldri, með grátt hár og klæddur í gráu og styðjandi við staf. Hann var viðurkenndur af Círdan vitrasti andinn og lét hann fá Narya(einn af álfahringunum þrem). Hann var þekktur undir ýmsum nöfnum; Mithrandir kölluðu álfarnir hann, dvergar Tharkún,í suðri Incánus og í norðri <a href=http://www.hugi.is/tolkien/greinar.php?grein_id=37628>Gandalf</a>.<p>

<p>Sarúman komst fljótt að gjöf Círdan til Gandalf og öfundaði hann og var það byrjunin á hatur hans í garð Gandalf. Með tímanum spilltist Sarúman og fór að þjóna Sauron í myrkraverkum hans í gagnum <i>Palantír</i> sem að Sauron hafði notað til að ná í hugan á honum. Ekki er vitað hvað kom fyrir bláu vitkana tvo nema að þeir fóru austur með Sarúman og sáust aldrei aftur. Sá brúni, Radagast féll líka frá verki sínu og féll fyrir dýrunum sem lifðu á Miðgarði og villtist þannig frá sendiferðinni sem hann var sendur í af Völunum.<p>

<p>En sá síðasti var sá eini sem að hélt áfram verkinu sem var honum var sett fyrir og hann var alltaf á ferð, hann átti sér ekki beinlínis heimili. Hann ferðaðist í vesturlöndum frá Gondor til Angmar, og frá Lindon til Lórien og var þekktur nánast allstaðar á Middle-Earth. Hann var tvímælalaust sá sem átti stærsta hlutverkið í barátunni gegn Sauron og var öllum góður, það er að segja við þá sem áttu það skilið: ) Saruman reisti mikinn her sem að átti að aðstoða Sauron og lið hans en Sarúman „féll“
þegar að Entarnir réðust á Isengard, sem er svæðið þar sem að hann hélt sig. En
hann faldi sig inni með Grima Wormtongue, sem að var útsendari hans í Rohan í
þeim tilgang að spilla hug Theoden, kongungur Rohan, með lygum og prettum.</p