DVD-útgáfa FOTR Sjötta ágúst kemur 2-diska DVD útgáfa af Fellowship of the
Ring. Sú útgáfa mun kosta $30 eða um 3000 kr, vera með
Dolby Digital EX hljóð og vera bönnuð innan 12 ára. Hægt
verður að velja um annaðhvort full screen eða widescreen
útgáfu.

Innihald:

* Myndin (sama útgáfa og var í bíó).

* Þrír þættir um gerð Lord of the Rings (sem áður hafa komið í
sjónvarpi).

* Fimmtán lítil myndskeið með viðtöl við leikarana og slíkt
(sem gerð voru fyrir lordoftherings.net).

* Tíu mínútna þáttur um gerð næstu myndar, The Two Towers.

* Tónlistarmyndskeið Enyu við May it be.

* Sýnishorn af Special Edition útgáfu FOTR.

* Sýnishorn af tölvuleik Electronic Arts, The Two Towers.

* Lykill að ýmsu aukaefni á internetinu.

 

Tólfta nóvember kemur 4-diska DVD útgáfa af Fellowship of
the Ring. Verð er ekki komið á hreint en sennilega verður
þessi útgáfa bönnuð innan 16 ára vegna nokkurra viðbættra
ofbeldisatriða.

Innihald:

* Þrjátíu mínútna lengri mynd. Sjá má hvað þessar 30 mín.
innihalda á tenglinum hér fyrir neðan.

* Um 6 klst. af aukaefni. Þar á meðal er s.k. “Director's
commentary”. Ekki er vitað með hitt aukaefnið.

 

Einnig verður á 12. nóvember gefin út “Collector's DVD Gift
Set” en sú útgáfa verður í stórum flottum kassa eftir Alan Lee
og mun innihalda:

* 4-diska útgáfuna

* Tvær bókastoðsstyttur frá Sideshow WETA

* National Geographic “Beyond The Movie” DVD

* Decipher leikjakort