Ég var að sjálfsögðu mættur niður í Smárabíó klukkan 16.45
miðvikudaginn 27. mars þegar ég frétti að íslenskir bíógestir
fengu smá forskot á sæluna hvað varðar previewið fyrir The
Two Towers. Fyrst þurfti ég að sitja í gegnum FOTR enn einu
sinni (ég er nú eiginlega farinn að fá leið á henni) en svo strax
að loknum lokaorðum Frodo kom upp á skjáinn:
“This Christmas….the journey continues”
Og svo hófst þessi 3,5 mínútna trailer fyrir The Two Towers.
Þetta er ekki venjulegur trailer með þul sem talar eða fullt af
senum skeytt saman með grafík heldur voru þetta í staðinn
bara nokkar stuttar senur hvað eftir annað.
Annars þá er bara að skella sér í Smárabíó eins fljótt og hægt
er og sjá þetta með eigin augum. Myndin verður sýnd með
trailernum alveg út Páskana a.m.k.
Hérna eru nokkur atriði sem maður tók eftir:
Aragorn finnur nælu Pippins á jörðinni og næst sér maður
hann, Legolas og Gimla halda áfram leit sinni að
Hobbitunum. Svo sér maður þá allt í einu vera kominn í skóg
og allt í einu kemur mikið leiftur og er þá Gandalfur hvíti
kominn á ný, talsvert breyttur hinum gamla og er mjög líkur
Sarúmani.
Svo fær maður að sjá Éowyn, Wormtongue og Thoeden.
Éowyn grátandi, og Gandalfur talar við Aragorn. Einnig sér
maður Arwen í brúnni kápu, veit ekki hvort þetta táknar að hún
ferðist til Róhan eins og orðrómar segja. Svo sjáum við
Arweni liggja í rúmi en þetta er nákvæmlega sama atriði og
sást í fyrsta LOTR bíó-trailernum. Áður var haldið að þetta væri
dánarbeð Arwenar en þar sem að þetta er preview fyrir TTT
hlýtur þetta að vera bara Arwen sofandi.
Mörg flott atriði með Riddruum Róhans, Eomer lítur vel út og
Róhansfólkið minnir nokkuð mikið á norrænt fólk, á
víkingatíma.
Aragorn og Éowyn skylmast í einu atriðinu eflaust þar sem að
Éowyn er að reyna að fá að koma með þeim til Hjálmsdýpis
og er að reyna sanna sverðshæfileika sína.
Það sést í Treebeard sem lítur alveg frábærlega vel út.
Atriðið frá orustunni við Hjálmsdýpi voru alveg ótrúleg að sjá.
Mikið hlakka ég til að fá sjá alla orustuna í heild sinni. Maður
hefur svo sem séð margar orustur t.d. í Braveheart og Joan of
Arc en ég hef á tilfinningunni að Peter Jackson eigi eftir að
gera þessa orustu engri líkri.
Eitt atriðið er af Aragorni fyrir framan hópi af Álfum.
Gollrir lítur mjög vel út og röddin er alveg eins og maður
ímyndar sér hana. Maður sér hann læðast upp að Frodo og
Sam sem eru sofandi.
Thoeden heldur smá ræðu og Bernard Hill virðist ætla að
standa sig mjög vel í hlutverki hans.
Faramir lítur einnig mjög vel út.