Fjölmargar þungarokksveitir eru undir áhrifum frá Tolkien og mun ég í grein þessari segja frá nokkrum þeirra.
Blind Guardian hafa gefið út plötuna Nightfall in Middle-Earth sem segir frá fyrstu öld Miðgarðs.
Á plötunni eru ekki bara lög, heldur tal-hlutar sem segja frá sögunni.
Lagið Mirror Mirror af plötunni segir t.d. frá þegar Turgon byggir Gondolin og segir Into the Storm frá Morgoth og Ungoliant.
Battlelore hafa gefið út fimm stúdíodiska.
Where the Shadows Lie árið 2002
Sword's Song árið 2003
Third Age of the Sun árið 2005
Evernight árið 2007
The Last Alliance árið 2008
Þeir fjalla allir um Miðgarð á einhvern hátt og má þar nefna lög eins og Fangorn, The Gray Wizard, Gollum's Cry og mörg fleiri.
Í laginu Elvenpath með Nightwish eru hljóðklippur úr Hringadróttinssögu Ralphs Bakshis.
Summoning hafa gefið út plötur eins og Minas Morgul og Dol Guldur með lögum eins og Orthanc, Ungoliant, og Khazad Dum.
Black metal sveitin Gorgoroth sækir nafn sitt í sléttu í Mordor.
Burzum dregur nafn sitt úr Black Speech
Amon Amarth er annað heiti yfir Mt. Doom
Og að lokum er það Shagrath úr Dimmu Borgir sem fær sitt nafn af orka.