“And you?” she said, turning to Sam. “For this is what your folk would call magic, I believe; though I do not understand clearly what they mean; and they seem also to use the same word of the deceits of the Enemy. But this, if you will, is the magic of Galadriel. Did you not say that you wished to see Elf-magic?”
Fellowship of the ring, The mirror of Galadriel.
Galdrar eru svipaðir og náttúrulegir hæfileikar sem að er hægt að nota ef að maður býr yfir þekkingu og hæfni til þess. Þeir þurfa ekkert endilega að vera yfirnáttúrulegir svo lengi sem að maður skilur hvernig og af hverju þeir virka. Því er til dæmis halldið fram að hvaða hobbiti sem er geti búið til álfareipi eins og þau eru gerð í Lothlórien þó svo að þau virðist í mörgum tilfellum vera galdrareipi.
Það má líka áætla að Gandalf gæti kennt áhugasömum hobbita að gera einfalda flugelda ef að hann hefði áhuga á því.
Og það má líka ættla að góður hobbita járnsmiður gæti smíðað sverð sem að glóir þegar orkar eru nálægt ef að hann vissi hvernig.
En Hobbitar eru meira fyrir hversdagslega hluti og þess vegn fynnst þeim allt sem að er skrítið vera galdrar.
Það eru líka til margar gerðir af göldrum. Galadriel skilur til dæmis ekki af hverju hobbitarnir kalla hennar galdra sama nafni og galdra Saurons.
Mismunandi persónur í sögunni beita líka mismunandi göldrum. Gandalf notaði oft Eld í galdranna sína meðan að Galadriel notaði vatn í flesta sína galdra. Það má reikna með að þetta séu hæfileikar sem að þau hafa út af máttarbaugunum sem að þeim voru faldir.
Radagast virðist geta talað við daýr. Beron getur breitt sér í björn. Saruman sérstakann mátt í röddinni.
Svo eru náttúrulega hinir ýmsu galdrahlutir. Það er gefið í skyn í bókunum að leindarmálið felist í því hverni hluturinn sé búinn til og úr hvaða efnum. Fëanor var til dæmis besti smiður allra tíma og gat því búið til the silmarills. Einhverja öflugustu galdrahluti allra tíma. Álfarnir kunna leindarmálið bak við að búa til álfasverð og ýmsa aðra hluti. Suma hluti er mjög flókið að gera meðan að aðrir eru einfaldir, eins og að búa til álfareipi.
Jæja þetta segir kanski ekki allt sem að ég ættlaði að segja en ég nenni ekki að skrifa meira.Endilega bætið einhverju við.
Lacho calad, drego morn!