Hvað er málið með svona kannanir eins og 31.01“02 Sem hljóðar svona: Telur þú miklar líkur á því að lotr vinni óskarin eða einhvað svipað þessu…. Þetta er út í hött það er enginn svarmöguleiki sem segir já hún á miklar líkur á því það er bara nei ekki séns, tilnefnd en vinnur ekki neitt og það sem er eina jákvæða sem maður getur kosið er hún á séns. Hvað er málið vantar kannanir ef svo er get ég sent inn nokkrar á dag. Það eina sem ég bið ykkur þarna úti er að vanda kannanir og gefa þáttakanda séns á að hafa valmöguleika við sitt hæfi. Hingað til tel ég að kannanir segi manni mikið um skoðannir almennings um viðfangsefnið en ef kannanirnar eru orðnar ónákvæmnar vegna þess að það er ekki svarmöguleiki fyrir alla þá er ekkert gaman af þeim lengur. Þetta á ekki bara við um þessa einu könnun sem ég nefndi hér að ofan heldur allar þær kannanir sem eru svona leiðinlega uppsettar og kannanir með svarmöguleikum sem koma spurningunni ekkert við eins og t.d. ein sem ég man eftir sem var einhvernvegin svona: ”heldurðu að Starwars ep.2 Slái í gegn.“ og það var svarmöguleiki sem var svona : ”lotr slær í gegn." hvað kemur lotr starwars við????? ég bara spyr. Jæja ég ætla ekki að hafa þetta lengra en ég bið ykkur í framtíðinni að vanda kannanir og hugsa um hvað þið eruð að skrifa um ekki bara vera stiga óð eða einhvað.
Kv.
JinX