Hér kemur stutt grein um nokkur vopn sem komið hafa fram í sögum Tolkiens.
Orcrist
Orcrist er fórnt álfasverð sem Þorinn dvergahöfðingi notaði. Það átti systur sverð sem var kallað Glamdring, og Þorinn það einnig, en Gandalfur tók það á meðan Þorinn fékk Orcrist. Sverðið var fyrst notað af álfinum Lordin, á fyrstu öld Miðgarðs, en hann smíðaði einnig sverðið.
Eftir dauða Þorinn í 5 herja stríðinu var hann grafinn með sverðið.
Glamdring
Saga Glamdrings sverðsins er mjög lík sverðinu fyrir ofan. Þorinn fann Glamdring á sama tíma og hann fann systur sverðið Orcrist. Gandalfur tók samt Glamdring. Sverðið var smíðað og notað fyrst af álfinum Turgon, á fyrstu öld Miðgarðs.
Sting
Sting var sverð sem var smíðað af álfum. Það var frekar stutt og dugði það vel fyrir Bilbó sem notaði það í ferðalaginu með dvergunum og Gandalfi að Fjallinu eina. Sverðið var ekki nema hnífur í augum álfa og manna, en var fullkomin stærð á sverði fyrir hobbita. Bilbó hafði engin not á sverðinu lengur þegar hringjarstríðið var að byrja, svo hann gaf Fróða sínum það.
Sting var mjög sérstakt sverð. Það var mjög létt miðað við stærð og kraft. Það gaf einnig góð skilaboð til notanda sverðsins um hvenær orkar voru nær, en það byrjaði að glóa bláu ljósi þegar orkar voru nálægt. Bilbo gaf sverðinu nafnið Sting eftir að hafa drepið könguló í Mirkviði.
Sverðið kom Fróða að miklu gagni í ferðalagi hans um að eyða hringnum. Fróði missti hins vegar sverðið í hellinum þar sem Shelob lá að, en Sam fann það, og sigraði Shelob með því að stinga hana, hún lést hins vegar ekki heldur flúði.
Anduril
Anduril, Flame of the West, var hið mikla sverð sem var endursmíðað úr brotum Narsíl, sem var sverð fyrrverandi konungs Isildur. Sverðið gekk til arftaka Isildur, Aragorn. Elrond gerði skipanir um að endursmíða sverðið svo það gæti verið notað í hringjarstríðinu, til að Aragorn gæti fengið hjálp frá bölvaða dauðaher manna af Dunharrow. Sverðið hafði undarleg merki á sér: hálfmána og sól sem var ristuð á handfangið. Þessi merki táknuðu Gondor, Arnor og konungsdæmi eiganda sverðsins.
Angrist
Lítið vitað um þetta sverð en þetta var langur járnhnífur notaður af álfi að nafni Curufin á fyrstu öld Miðgarðs. Það var smíðað af dverg sem hét Telchar. Beren Erchamion stal sverðinu og náði á einhvern hátt að eyðileggja það.