Eins og ég hef sagt ykkur frá í fréttadálkinum þá hefur Director’s cut útgáfa af Fellowship of the Ring nánast verið staðfest og ætti hún að sjást á seinni helming þessa árs. Lengd útgáfunnar er ekki alveg vitað um en heyrt hef ég tölur á við 3 og hálfa klukkustund og upp í 5 klst.
En hérna er alla vega smá listi yfir senur sem ekki sáust í myndinni en vitað er að voru teknar upp. Þetta er byggt á trailerum, ljósmyndum, handriti, ummælum leikara og fleiru.
Einnig er talið að einhverjar bardagasenur sem voru í grófari kantinum gætu verið í Director’s cuttinu líka.
Þessi listi mun einnig verða á vefsíðu minni, myndskreyttur með nokkrum myndum sem ekki sáust í bíó.
Lothloríen
Mikið meira af senum af Lothloríen, m.a:
- Orkar ráðast á Föruneytið í skógum Lothlóríens þegar örvar nokkrar fljúga fram hjá að Orkunum. Þarna er Haldír og menn hans komnir.
- Föruneytið fær klúta um augun áður en labbað er lengra inn í Lothlóríen
- Haldír leiðir Föruneytið yfir Silverlode fljót á reipi.
- Galadríel talar við fleiri meðlimi Föruneytisins, Gimli þar á meðal.
- Ljóð Frodo um Gandalf og viðbót Sam.
- öll gjafaafhendingin, þar á meðal er lokkur Gimla
- sena milli Aragorns og Galadríelar þar sem talað er Álfamál
- Galadríel kemur á svanbáti sínum og kveður Föruneytið
Hérað eða The Shire:
- Frodo les í tré, ekki við tré eins og í bíó.
- Gandalfur býður Frodo nokkrar karamellur þegar þeir hittast
- Faðir Sam er kynntur og með eitthvað smá hlutverk
- Gandalfur með smá töfrabrögð fyrir Hobbitabörnin, dregur upp hluti úr hatti sínum o.fl.
- Sena frá kránni á Hobbiton, the Green Dragon Inn.
- Meira frá veislu Bilbós.
- Einhvers konar drykkju söngur Hobbita einhvers staðar í myndinni. Mögulega komið frá Pippin.
- Gildor og Álfahópur hans sjást í skógum Héraðs á leiðinni vestur á ferð Hobbitanna.
- Fleiri senur frá ferð Hobbitanna að Bree.
Rivendell:
- Fróði sér Arwen þaðan sem hann liggur í herbergi sínu
- Gandalfur heldur mikla ræðu á ráðstefnu Elronds
- Meira af ráðstefnunni og betri kynning á Boromír, Gimla og Legolasi.
- Draumur Boromírs kemur fram
- Gandalfur og Elrond tala um hvernig Gollum slapp frá Álfunum í Mirkwood.
- Elrond kveður Föruneytið
- Aragorn situr við styttu (við gröf móður sinnar sennilega) og Elrond gefur honum einhver heilræði
Annað:
- Samkvæmt handriti, þá eru fleiri samtöl milli Legolasar og Gimla
- Meira um steintröllin sem rétt sáust í bíó
- Fleiri senur af Lurtz (Orkahöfðinginn sem drap Boromír)
- Fleiri Orþanka senur
- Mun lengra Prologue. Þar á meðal eru senur af Gil- Galað og þegar Ísildur setur á sig hringinn og seinna drepinn.
- Aragorn leiðir Hobbitana í gegnum Midge Water Marches, þar sem Pípinn sekkur meðal annars.