Þessi grein er bara uppfærsla á greininni minni sem ég sendi inn um Gandalf en sú grein var bæði illa skrifuð og líka sú fyrsta sem ég sendi hér inn á huga.
Gandalf var einn af The Istari og var hann Maji. Gandalf settist að í Lórien og kemur fram í Silmerillinum að hann hafi lært meðaumkun og þolinmæði af Níennu, í Lórein. Gandalf leit út fyrir að vera minni en hinir fjórir, eldri og grá hærðari, hann klæddist í gráu. Sirdán fól Gandalf máttabauginn; Narda(sem var einn af þrem hringum álfanna). Gandalf var mikill og vitur galdramaður sem tók mikinn þátt í baráttu við ill öfl Middle Earth, hann var reyndar sendur til Middle-Earth til að halda illsku í skefjum en hann var sá eini af hinum fimm Istirum sem tókst að gera það sem honum var sett fyrir. Hann kynntist Bilbo og fór með honum í ferð ásamt þrettán dvergum sem voru að fara að endurheimta stolið gull sitt, sem drekinn Smaug stal af þjóð þeirra. Á þeirri leið fann Bilbo hringinn eina, sem hann \“stal af Gollum\”.
Fyrst vissi Gandalf ekki mikið um hringinn eina en síðar lærði hann meira og meira og varaði Bilbo við illu öflum þess. Seinna meir erfði Frodo hringinn af Bilbo og Gandalf fylgdist alltaf með gangi mála sem tengdust hringnum og þegar að Gandalf var búinn að komast að því að þetta væri hringurinn eini sem var smíðaður af myrkaradróttinum sjálfum, segir hann Frodo að forða sér frá The Shire og hitta hann í Bree. En er Gandalf þá haldinn gegn vilja sínum af spillta galdramanninum Saruman í turninum sínum(Orthanc). En er honum bjargað af Gwaihir, Vindadróttni. Gandalf þekkti Ernina vel og fékk oft hjálp frá þeim(meðal annars á ferðalagi Bilbo og dverganna þrettán). En Gandalf og Frodo hittast aftur í Rivindell þar sem er myndað föruneyti, sem hefur það verkefni eitt að aðstoða hringberan við að eyða hringnum í Mt. Doom. Gandalf verður leiðsögumaður og foringi föruneytis Hringsins eina og leiðir þá í gengum margar hætturnar en endar þó leiðin í Moria þar sem hann fellur í myrkrið í bardaga við Balrog brú Khazad-Dúm.
Þá héldu hinir meðlimir föruneyti hringsins að hann hefði látist en seinna komast þeir að því, að Gandalf féll aðeins í vatn og barðist eftir fallið við Balroginn en Balroginn flýði inn í myrkru göng jarðarinnar og Gandalf elti hann. Gandalf elti Bolroginn alveg upp á Celebdil en þar komst Balroginn út og börðust Gandalf og hann vel og lengi í hörðum bardaga. En Gandalf sigrar hann á endanum og steypist Balroginn á hliðina á fjallinu.
En um tím var hann flakkandi um en þá kom aftur Vinadróttin Gwaihir honum til bjargar og flaug með hann til Lórien.
Gandalf þekktist undir mörgum nöfnum s.s. Gandalf Greyhame, Gandalf the grey, the Grey Pilagrim og eftir fall sitt í Moria: Gandalf the White,The White Rider. Álfar kalla hann Mithrandir, dvergar Tharkún,í suðri Incánus og í norðri Gandalf. Því miður veit ég ekki mikið um hvað Gandalf var að gera fyrir Hringastríðið annað en að stútera álfa og annað.
Í enda Hringastríðsins fer Gandalf til Tom Bombadil og segir að þeir séu ágætir kunningjar, mér finnst eitthvað vera skrítið við það, því Tom Bombadil var greinilega eitthvað meira en hann sýndist í fyrstu. Það eru líka getgátur um það að Tom Bombadil hafði verið einn af þeim fimm Isturum(veit ekki hvernif á að fallbeygja) sem voru sendir til Middle-Earth(en ég hef ekki hugmynd um hvað Tom var í raun og veru). Gandalf hefur greinilga verið á flækingi um alla Middle-Earth því hann sýndist vera þekktur nánast alls staðar. Gandalf endaði dvöl sína á Middle-Earth á því að sigla vestur yfir hafið með hringberunum Bilbo og Frodo, álfakónginum Elrond og hinni fögru Galadriel og mörgum öðrum álfum.
Hér líkur grein minni um galdramanninn mikla Gandalf sem væri hægt að skrifa heilu bækurnar um, en ég hef hvorki tíma né áhuga í það verkefni.
-Do not meddle in the affairs of Wizards, for they are subtle and quick to anger.-