Af Dúnedain sem byggðu konungsríki sín í Miðgarði voru tveir sem að sköruðu fram úr.
Þetta voru menn Gondors þeir Isildur og Anárion. Þeir byggðu hvítu turna Gondor árið 3320 á seinni öld sólarinnar(The second age of the sun).
Þetta gerðist allt út af því að þeir flýðu eyðilegingu Númenor ásamt föður sínum Elendil sem að byggði konungríki sitt Amor í norðri(hvernig sem það er nú stafsett.).
Saga gondor er löng og mikilfengleg. Þegar veldi þeirra stóð sem hæst þá réðu þeir yfir öllum löndum vestan hafsins Rhún á milli ánna Celebrant og Hamen og jafnvelo þegar konungsríkið var í kreppu eða stríð þá réðu þeir yfir svæðum Anórien, Lebennin, Lamedon, Lossarnach, Belfalas, Anfalas, Tolfalas og Calenardhon.
Í Gondor voru fimm borgir, af þeim voru tvær miklar hafnaborgir.
Þetta voru borginar, Pelargir hin forna og virkisborgin Dol Amroth.
Pelargir stóð á nesi sem lá út í ánna Anduin og Dol Amroth varði strandir flóa Belfalas.
Auk þeirra voru þrjár aðrar borgir. Þær stóðu á sléttunum milli Hvítu fjalla í vestri og fjalla Mordors í Austri. Austust borganna var Minas Ithil “the tower of the moon”. Vestust borganna var Minas Anor “tower of the sun”. En þó var ein borg sem var öllum þessum mikilfenglegri og fallegri og það var borgin Osgiliath.
Osgiliath “citadel of stars” var höfuðborg Gondor. Hún stóð á báðum bökkum Anduin og lá yfir ánna stór og breið brú og tengdi hún saman borgarhlutanna tvo.
Gondor stóð undir óteljandi árrásum á þriðju öld sólarinnar og þurfti ríkið að ráða fram úr mörgum vandamálum á þeirri öld.
1432: Borgarastyrjöld hefst.
1636: Plágan mikla(the great plague.) skellur á.
1851-1954: Kynþáttur manna úr austri þekktur sem "the Wainriders ráðast inn í Gondor ríki.
2002: Orkarnir og Nazgúlarnir hertaka Minas Ithil og fær borgin
þá nýtt nafn Minas Morgul.
2475:Urak Hai orkarnir streyma út úr Mordor landi og ráðast á Osgiliath og eyðilegja brúnna miklu og kveikja í borginni sjálfri.
Eftir þetta var eyðilegingin mikil og Gondor ríki var að Miklu leyti lagt í eyði. Þetta gerðist allt fyrir Hringastríðið(War of the Rings). Af borgunm þremur stóð nú aðeins Minas Anor. Turn sólarinnar stóð ófallinn á móti vaxandi Öflum ríkja Mordor: Morgul, Rhún og Harad ríki.
Svo virtist vera sem að Minas Anor væri eina aflið sem stæðist þetta samsæri, því af Dúndain konungsríkið í norðri hafði þá þegar fallið í hendur óvinarins, og álfarnir skiptu sér lítið sem ekkert af þessum málum.
En á þessum tímum þegar allt virtist vera að fara til fjandans þá stóðu Gondor menn sem fastast og unnu sér til þeirrar frægðar sem að öngvir aðrir gætu hlotið.
Því að í borgum þeirra sem eftir stóðu voru miklir riddarar sem að ekki var hægt að buga. Hjálmar Gondors með vængjum sjávarfuglana báru þeir og brynnjur þeirra voru fægðar og skínandi.
Þegar Hringastríðið bar á daginn voru þessir riddarar færi en margir vonuðu.
En Gondor átti marga bandamenn sem að komu til hjálpar á tímum Hringstríðsins.
Á þessum tíma var Denethor II yfir Gondor. Þótt að hann væri mikill og sterkur maður gerði hann mikil mistök. Hann reyndi að takast á við sjálfan myrkra höfðingjann með því að glíma við hann í gegnum Palantír.
Hann sendi síðan son sinn Boromír til að leita að hringnum eina. Það bar svo að, að Boromír gekk til liðs við Föruneytið í framhaldi af því fórst hann.
Denethor var nú niðurbrotinn af glímum sínum við Sauron og þegar hann fékk tíðindin um fall Boromírs missti hann það litla hugreki og þá litlu skynsemi sem hann hafði.
Ekki skánaði ástandið þegar Minas Tirith var umsetinn og Faramír sonur hans lá á banabeði.
Denethor lét færa sig og son sinn niður í grafhýsi þar sem að hann ætlaði að brenna sig og son sinn.
En ef ekki hefði verið fyir lítinn hobbita þá hefði Faramír farist.
Í umsátrinu mikla kom að maður er bar nafnið Aragorn og var hann sonur Arathorns. Með honum komu herir dauðra manna frá Dunharrow. Með hjálp Riddara Rhóhan þá voru herir Morgul, Harad og Rhún sigraðir. Þekkti Faramír hann sem réttan konung.
Aragorn fór svo að hliðum Mordor ríkis með her samansettan af riddurum Róhan og hermönnum Minas Tirith. Þar með lauk veldi Saurons að eilífu og Gondor og allur Miðarður stóð uppi sem sigurvegarar.