Komið öll sæl og blessuð..


Ég hef verið að velta fyrir mér hvernig myndirnar munu hafa áhrif á framtíðar Tolkin aðdáendur, og því meira sem ég hugsa um það finnst mér að þær eiga eftir að skemma mikið af ímyndunarafli hjá þeim sem eiga eftir að lesa bækurnar.

Það sem mér fannst skemmtilegast við bækurnar þegar ég las þær fyrst var að reyna að sjá fyrir mér hvernig allt leit út t.d Hobbition, Rivendell, Moria námur, Isengard, Rohann, Gondor osfr. Og auðvitað alla kynþættina og allar persónurnar t.d ringwraiths og Shelob.

Hugsið ykkur um þá sem hafa séð myndirnar og fara síðan að lesa bækurnar. Missa þeir ekki af því að þurfa að hugsa um hvernig t.d Frodo lítur út? Sjá þeir ekki bara Elijah Wodd fyrir sem Frodo Þó svo að hann fór ágætlega með hlutverkið?.
(Gandalf var nákvæmlega eins og ég hafði ímyndað mér :c)

þetta var mín pæling :c)

hvað finnst ykkur?

kv

Chaves


“ If you have ever seen a dragon in a pinch you will realise that this was only poetical exaggeration applied to any hobbit, even to Old Took´s great-grand-uncle Bullroarer, was so huge (for a hobbit) that he could ride a horse. He charged the ranks of the goblins of Mount Gram in the Battle of the Green Fields, and knocked their king Golfimbul´s head clean off with a wooden club.It sailed a hundred yards through the air and went down the rabbit-hole, and in this way the battle was won and the game of Golf invented at the same moment..”
Tekið úr The Hobbit.