Ég ætla að gera hérna smá grein til að lífga aðeins uppá þetta áhugamál. (Ég ætla að reyna að halda nafnaþýðingum í lágmarki af því mér finnst bara asnalegt að vera að þýða svona nöfn yfir á íslensku)
Minas Anor, seinna kallað Minast Tirith var byggt af Anarion, syni Elendil, og með tímanum varð það stórkostlegasta borgin í Gondor. Eftir því sem ógnin af Mordor óx var nafninu breytt í Minas Tirith (the Tower of Guard).
Borgin var hönnuð þannig að það voru sjö hringlaga hæðir, hver hærra en hin, og sú hæsta 700 fet uppí loftinu (213 metrar). Hver hæð hafði sér veggi og hlið, hliðin voru ekki í beinni röð heldur voru þau í mismunandi hlutum af borginni, til að gera óvinunum erfiðara fyrir að ná borginni. Fremsta hliðið, kallað Orthram, var sérstaklega þykkur og var talinn óbrjótanlegur. Hliðið var dökkt öðruvísi en borgin sjálf en hún var alveg hvít.
Þegar Gondor var stofnað árið 3320 á annari öld var Osgiliath höfuðborg Gondor. Osgiliath var u.þ.b 15 kílómetra frá Minast Anor og var oft hertekið að herjum Mordor. Á öðru ári annarar aldar sáði Isildur fræi í Minas Anor í minningu bróður síns, Anarion, sem hafði látist í orustu. Þetta fræ varð síðan þekkt sem the White Tree.
Árið 1640 færði Tarondor konungur sig alfarið yfir í Minas Anor eftir að Osgiliath skemmdist í bardaga og mikil plága reið yfir borgina. Eftir það varð Minas Anor höfuðborg Gondor.
Það var svo árið 1900 sem the White Tower var byggður af Calimehtar konungi en einn af palantírunum var geymdur þar.
Árið 2002 náðu svo Nazgularnir Minas Ithil og breyttu nafninu í Minas Morgul og eftir það var nafninu á Minas Anor breytt í Minas Tirith.
Árið 2050 fór síðan Earnur konungur til Minas Morgul eftir “mönun” frá yfirmanni Nazgulana (The witch king of Angmar), hann kom aldrei til bara. Og þar sem hann skildi ekki eftir neinn erfingja breyttist stjórnarfar Gondor og ríkinu var stjórnað af ráðsmönnum sem höfðu verið þjónar konunganna í langan tíma.
Það var svo 2698 sem the White tower var endurbyggður og skírður the Tower of Ecthelion. Og árið 2872 þornaði the White Tree upp og dó.
Í lok þriðju aldar fór Minas Tirith að missa sína fornu fegurð en var samt áfram höfuðborg Gondor.
Svo 13 Mars árið 3019 umkringdi her Saurons borgina og skaut úr valslöngvum (catapults) og nánast gjöreyðilagði fyrsti hæðina af borginni.
15 Mars var fremsta hliðið (Orthanc) brotið með hurðabrjótinum sem var kallaður Grond (ég man ekki hvað íslenska orðið fyrir battering ram er). Þá reið yfirmaður Nazgulanna inn og var honum mætt af Gandalfi en þegar þeir voru að fara að berjast heyrðust lúðrarnir frá Rohan sem höfðu komið Gondor m-nnum til hjálpar og Nazgulinn fór, þetta var í fyrsta skipti sem óvinur labbaði inní borgina. Ráðsmaður Gondor, Denethor faði Boromirs og Faramirs, brjálaðist svo og brenndi sjálfan sig lifani, og tók Faramir næstum því með sér í dauðann.
Í orrustunni um Minas Tirith lést svo Theoden konungur Rohan og The Witch King of Angmar var drepinn af Eowyn, dóttur Theodens.
Svo þegar bardaginn virtist tapaður og herir Saurons voru við það að vinna, kom Aragorn með hjálp á skipi, og bardaginn var unninn.
18 Mars leiddi Aragorn heri Gondors og Rohan að the Black Gate til að gefa Fróða möguleika á að eyðileggja hringinn, hann gerði það og Sauron og allur her hans eyddist.
Það var svo 1 Maí sem að Aragorn var krýndur konungur Gondor. Stuttu seinna fann hann svo tré sem hann plantaði í konungsgarðinum og það var the White Tree.
Dvergarnir hjálpuðu svo við að laga borgina og álfarnir plöntuðu blómum og slíku og Minas Tirith blómstraði undir stjórn Aragorns
http://www.tuckborough.net/images/minastirith-map.gif Hérna er svo kort af borginni.
http://www.tuckborough.net/minastirith.html Allar upplýsingar fékk ég svo hér.