Ókei, nú er komið að því að einhver nöldri soldið yfir myndinni, endar er maður eiginlega að fá alveg nóg af þessu eilífa

halelúja. Hún er nefnilega, fjandakornið ekki alveg gallalaus. Sér í lagi ekki ef maður er die-hard nöldurskjóða og með Tolkien

dellu á háu stigi…

Látum það fyrst vera á hreinu að í það heila tekið þá líkaði mér myndin stórvel. Ég sat t.a.m. sem bergnuminn í gegnum upphafið:

loksins fékk maður að sjá Sauron í action! (þótt stutt sé) Og útlitslega séð þá er hún auðvitað brill og má með sanni segja að

Jackson og félögum hafi tekist að koma Miðgarði til skila, a.m.k. eins og ég hef séð hann fyrir mér (og að því er virðist

flestir). Reyndar hefði það orðið alger skandall ef það hefði ekki tekist, enda John Hove og Alan Lee jú um borð og
voru víst nánast einráðir um útlit o.fl. Þessi gaurar ættu að vera hverjum Tolkien nerði kunnir, því þeir hafa verið með þeim

atkvæðamestu í að gefa heimi Tolkiens myndrænan búning. Með þetta í huga, og það að menn eru búnir að vera teikna Tolkien fígúrur

og umhverfi í 40 ár, þá finnst mér kannski full mikið gert úr afreki Jacksons á þessu sviði. Hann (og New Line) kaus í rauninni

öruggu-leiðina og fékk þekktustu Tolkien teiknarana í lið með sér, svo sem fæstir yrðu nú svekktir. (hér er gaman að leiða hugann

að (teikni)mynd Bakhsis. Menn hafa auðvitað heilmargt slæmt um hana að segja, en ég er hins vegar einn af þeim fáu sem finnst
hún ekki alvond. Bakhsi þrufti að taka miklu erfiðari ákvarðanir en Jackson, varðandi útlit persóna og umhverfis. Hann hafði

bara úr tæplega 20 ára sögu að moða og það var nánast engin “consensus” um útlit. Ég held hins vegar að hægt sé að segja
að honum hafi tekist nokkuð vel upp. A.m.k. fæ ég ekki betur séð en að hans útgáfa af hobbitum hafi orðið ofan á og mér virðist

Gollum Jacksons (það litla sem maður sá af honum) ætla að líkjast Gollum Bakhsis.)

En jæja nú er ég búin að teygja lopann full mikið. Hvað fannst mér að í myndinni? Í stuttu máli: handritið. Og þá sérstaklega

hverju var breytt. Ég hef ekkert sérstaklega á móti því að Fornaskógi og Bombadilo skildi sleppt. Bíógestir hefðu
sennilega gengið að vitinu að þurfa að hlusta á allt diggadóið og dillidóði í honum. Og fyrst Bombadilo var sleppt hlaut Kumlhólum

og haugbúanum einnig að vera sleppt. Mér þykir reyndar dálítið vænt um þessa kafla, en maður skilur þau sjónarmið að
sleppa þeim í bíóhandriti. Einnig ég bara nokkuð sáttur við Arweni og hennar hlutverk. Fínt að sleppa
Glórfindli, sem er alltof mikil aukapersóna í sögunni til að það virki að hafa hann með í myndinni.
Það sem fer hins vegar í taugarnar á mér er:

1. Að Fróði skuli sjá Augað strax þegar hann setur upp hringinn í Brý. Fróði sá ekki augað fyrr en í spegli/Skuggsjá Galadríelar.

Þetta gæti gefið þá hugmynd að Sauron verði strax var við Fróða (ef ég man rétt þá heyrist sagt ‘I see you…’ eða eitthvað

svoleiðis í þessu atriði). Þetta atriði leggur eiginlega grunninn að öllum öðrum pirringi hjá mér. Hér er nefnilega dregin upp

fremur skökk mynd af hversu langt áhrif Saurons ná. Án Hringsins er hann enn of mátt lítill til að hafa mikil áhrif í
jafn fjarlægum heimshlutum og Héraði og Brý. Þar verður hann að reiða sig á hjálp og samvinnu annara. Jafnvel Riddararnir eru

fremur mistækir þegar þeir eru komnir svona langt frá húsbónda sínum

2. Hvernig föruneytið verður til hjá Elrond. Engin kynning, maður fær ekkert að vita afhverju Legolas, Boromir eða Gimli eru

staddir þarna. Aðeins ‘You have my sword,..’ alger steypa. (auðvitað vitalesendur sögunnar þetta, en ekki aðrir)

3. Það er ekki minnst einu orði á það á ráðstefnunni í myndinni í hverju von föruneytisins er fólgin, nefnilega því að sú leið sem

er valin er sú sem að Sauron býst ALLS EKKI VIÐ. Þetta er grundvallaratriði í sögunni. Þrátt fyrir alla sína makt og visku þá

klikkar Sauron á því að mæla allt á mælistiku eigin illsku og ágirni. Maður vonar bara að þeir reyni að koma þessu betur til

skila í næstu myndum.

4. Mér finnst o.k að Gandalfur stingi ekki upp á Moríu. Mér finnst það líka nokkuð gott að hafa það þannig að hann viti hvað

leynist þar. Miklu betra heldur en í bókinni þar sem Gandalfur viðrist koma af fjöllum þegar Balroggurinn birtist. HINSVEGAR

finnst mér það alger SKANDALL að láta Gimla halda að þeir séu að fara í einhverja veislu í Moríu. Í sögunni er það nokkuð ljóst
að þótt Balin hafi haldið til Moríu til að reyna endurreisa ríki dverga þá er sú von, að hann eða hans menn kunni enn að vera á

lífi, mjög veik. það hefði varla þurft nema 1-2 mínútur til að koma sögu Moríu þokkalega til skila.

5. Síðan er það atriði með Galadríel og spegilinn. Reyndar finnst mér atriðið mjög flott og kröftugt þegar Galadríelu stendur

hringurinn til boða. Hins vegar eru nokkur atriði sem hér valda óþarfa pirringi. Eins og það að hún segist vita hvað Fróði sá,

nefnilega að hann hafi séð það sem myndi gerast ef hann myndi klikka. Í bókinni býður Galadríel enga slíka túlkun á því sem Fróði

sér. Hún varar beinlínis við því að skuggsjáin sé tekin of alvarlega (og líka í myndinni!). HINSVEGAR veit hún hvað Fróði
sá í lokin, nefnilega Augað. Og hér komum við aftur að pirringinum sem ég nefndi í fyrsta punkti: Fróði á ekki að sjá augað fyrr

en í Skuggsjánni. Þetta er “turning point” í sögunni. Og hér hefði líka mátt koma því að, sem Galadríel segir frá í sögunni, að

Sauron hafi líka leitað hennar, vegna þess að hann grunar að hún beri einn af hringum álfa. En það gerir hún einmitt og það er í

kjölfar þess að Fróði sér hennar hring sem hann býður henni Hringinn. ÞEssu hefði öllu mátt koma til skila
(pæling: Afhverju biritst Auga Saurons í speglinum? Spegilinn er í raun afurð þess máttar sem felst í Nenyu, hring Galadríelar.

En hringur hennar,eins og allir fimbulhringirnir, eru að miklu leyti byggðir á þeirr þekkingu sem Sauron lagði til við smíði

þeirra. Skuggsjáin heyrir því að vissu leyti undir vald Saurons. Án Hringsins er hann hins vegar enn of afl lítill til þess að

gera sér fulla grein fyrir hvaðan hann verður fyrir áhrifum, þess vegna sér Fróði Augað, en Augað virðist ekki fyllilega sjá Fróða

heldur leitar eftir honum)

6. Svo eru það lokin á myndinni og þegar föruneytið tvístrast. Ég nenni nú ekki að vera fara ofan í saumana á því sem hér er að.

Þeir sem hafa lesið bókina og þekkja þetta eitthvað ættu að vita hversu fjarri þetta er bókinni. og en þarf skynjun Fróða á

Sauroni að valda svekkelsi. Senan í myndinni sem á að samsvara sýn Fróða á Amon Hen, bliknar í samanburði við bókina. Þar fyrst

er Fróði komin verulega vel inn á áhrifasvið Saurons og sleppur naumlega við að opinberast honum.

Jæja þótt telja megi fleira til þá ætla ég nú ekki að hafa þetta neitt mikið lengra.
Vona að þetta kveiki einhverjar umræður um myndina, sem eru ekki bara eintómt
halelúja.

Manve