Frodo er ofmetnasta persónua Hringadróttinssögu. Í raun er hann veikgeðja fagurgali sem á ekkert lof skilið. Pilturinn má vissulega eiga það að hann er nokkuð klár. Hann er líka veikgeðja. Hann kann að koma fyrir sig orði við fyrirmenni og spila úr ýmsum spilum við ákveðnar aðstæður. Engu að síður er hann ofmetinn fagurgali. Á Weathertop klúðrar hann næstum öllu og lætur stinga sig með sverði af Ringwraith. Þetta stofnaði nánast öllum leiðangrinum í hættu á tímabili og var það sett í hendur annarra að redda. Frá Rivendell fer hann að segja sig á hærri og hærri stall og endar á því að telja sjálfan sig trú um að hann geti sjálfur arkað einn inn í Mordor og klárað verkefnið sitt. Sem betur fer fyrir heiminn tókst Sam að uppræta þá áætlun og fylgir herra sínum inn í landið myrka.
Í Mordor tekur við tepruskapur Frodo. Allan tímann í því landi talar hann um vonleysi og eigin depurð, sefur helminginn af tímanum og nennir ekki að labba. Sam bjargar honum frá orkunum í borg Ringwraithanna, finnur á hann föt og dregur hann á fætur. Sam kemur Frodo í felur þegar leitarhópar elta þá. Frodo byrjar á að velja vitlausa leið inn í myrka landið og lætur þá labba og labba og síðan snúa við. Ekki fyrr en orkarnir sjá þá félaga í orkaklæðum og rugla þeim saman við orka og fara láta svipur dynja á þeim félögum tekst Frodo einhvern veginn að hlaupa tugi mílna án þess að kvarta og kveina. Líkamlega geta var til staðan en sjálfsvorkunn og aumingjaskapur kom í veg fyrir að hann nýtti hana fyrr í ferðinni og eins síðar þegar orkarnir voru farnir.
Þegar á hólminn er komið endar Sam á að þurfa halda á Frodo og hafði samt sjálfur neitað sér um mat og drykk síðasta spölinn til að halda aumingjanum gangandi. Loks þegar Frodo átti að henda hringnum í Crack of Doom þá klikkar hann og reynir að stinga af. Þökkum Gollum fyrir að það tókst ekki.
Sam er hommi. Þetta kemur oft fram þegar þeir félagar eru tveir í Mordor. Aftur og aftur strýkur hann Frodo, “caresses his eyebrow” sem þýðist gróflega sem “gælir við augnbrúnir hans”, kyssir hann á enni og hendur aftur og aftur, lætur hann hvíla með höfuðið í kjöltu sér, heldur utan um hann osfrv.
Homminn bjargaði samt leiðangrinum þótt Frodo fengi meginhluta þakkanna í lokin með sína níu fingur. Óréttlæti í efstastigi.
Ég var allan tímann mjög ósáttur þegar ég las um ferðalag þeirra félaga í Mordor. Frodo einfaldlega fór í taugarnar á mér og reyndist einfaldlega of veikgeðja til að klára verkefni sitt. Að hann skyldi hafa þegið heiðurinn og fengið nafn sitt í ljóð og söng er sorp.