Jackson og Boyens tala um Towers og The Hobbit Ástralska kvikmyndanetsíðan Dark Horizons tók viðtal við Peter Jackson og aðra sem unnu við Fellowship of the Ring í Nýja-Sjálandi nú á dögunnum og upplýstu nokkra hluti um The Two Towers.

Jackson hafði verið að gefa smá svona vísbendingar um að Arwen (Liv Tyler) mundi koma fram í Towers (sem er önnur í seríunni) en í bókunum kemur hún ekki næst fyrr en í þeirri þriðju, The Return of the King. Einnig að rómantík/ástarsamband Eowyn (Miranda Otto) og Faramir (David Wenham) muni vera “lengt”, þá lengra en í bókinni.

Og að lokum talaði annar handritshöfundur myndanna, Philippa Boyens um hugsanlega handritsvinnu á The Hobbit, en engin áform um það eru komin, en hún er ekki ákveðin hvort hún muni gera það því að verkefnið er erfitt í handritsvinnu.
En ef það mundi fara á það stig væri hann Jackson örugglega með henni í þessu!

Ég hef lesið Hobbitan frekar oft yfir þetta 5 ára skeið síðan ég uppgvötaðu Tolkien og er búinn að fara á Fellowship þrisvar sinum í bíó og dauðlangar að sjá Hobbitan á hvíta tjaldinu, það væri rétt að segja að ég væri til í það eftir að ég er búinn að sjá alla LotR seríunna vegna þess að það sjá hversu megnugur Jackson er, sem ég efa ekki!

IndyJones