Helge Kåre Fauskanger Ég ætla núna að skrifa um Helge Kåre Fauskanger, maðurinn sem ég hef svo oft nefnt á nafn hérna á þessu áhugamáli.

Þessi 31 ára gamli Norðmaður(ég reikna við árið 2002 þótt það sé bara nýársdagur) hefur gert kraftaverkasíðu, síðu sem ég hélt að enginn maður myndi nenna að gera. Ardalambion er verk hans, á Qeunya þýðir þetta tungumál Ördu. Hann tileinkar síðunni Cristopher Tolkien, og hefir skrifað greinar(nú eða ritbálka) um öll tungumál Tolkiens, alls 19 talsins, auk ótal greina um málfræði, og vandamála sem hann hefur glímt við við rannsóknir sínar á tungumálunum.(Það er miklu, miklu lengri texti en allt það sem ég hef skrifað um Quenya.) Hann tekur þetta af gífurlegri alvöru, og það er sannkölluð Oxford enska, sem hann hefur gífurlegt vald á, ekki sér maður stafsetningarvillu eða neitt slíkt.(Sem þýðir náttúrulega að hann les yfir allar Quenya æfingarnar sínar,20 talsins.) Hann hefur, eins og stendur í sviganum, skrifað æfingar fyrir Quenya, og er sá texti svo óralangur(enda mikið efni til að fjalla um) að það er ótrúlegt. Eins og gefur að skilja, hefur hann rannsakað Silmerilinn, Book of lost Tales, og HoMe bækurnar spjalda á milli í leit að orðum á tungumálum sem hann getur notað til að skilja málið betur.

Sumum þykir þetta merki þess að maðurinn sé að fara yfirum og sé hreinlega klikkaður, en öðrum finnst hann snillingur sem enginn ætti að láta framhjá sér fara. Ég ætla ekki að dæma hann fyrir mig hérna.
Að lokum vil ég endilega að þið kíkið á síðuna hans, <a href="http://www.uib.no/people/hnohf">Ardalambion.</a>

Hvurslags