Dvergar Dvergar

Ætla að henda inn einni grein um dverga, sem ég gerði einhvertíman í páskafríinu.
Dvergar eru eins og flestir ættu að vita, litlir og búa í fjöllum. Dvergar voru skapaðir af Aulë, og voru þeir gerðir líkamlega sterkir, svo þeir gætu barist gegn árásum Morgoths. Dvergarnir lifa lengur en mennirnir, og geta haldið hungrinu í sér lengur en flest aðrir kynþættir, en flestir dvergar lifa í u.þ.b. 250 ár.

Þeir voru líkastir mönnum, nema bara miklu minni en þeir og með mjög mikið hár og skegg. Sum ykkar gætu verið að velta því fyrir sér hvernig kvenkynsdvergarnir væru, hvort þær væru bara litlar með ekkert skegg en mikið hár, feitar, mjóar o.s.frv. en þær voru líkar karlkynsdvergunum nema bara með minna skegg og töluðu öðruvísi.
Dvergarnir voru miklir námumenn og fundu þeir einmitt upp míþrílina í námum Moría. Þess má til gamans geta að dvergarnir smíðuðu einmitt Narsíl, sverð meistara Elendil, sem seinna gekk til Aragorns. Eftir hringjarstríðið endurbyggðu dvergar veggi Minas Tirith og Hjálmsdýpi.

Aðal vopn dverganna voru exir þar sem þeir gátu notað þær sem verkfæri og vopn, en þeir voru einnig með stutt sverð, smáexir, hamra og haka. Dvergarnir áttu það til með að kasta öxum og hömrum í óvininn. Þeir klæddust oftast í mjög þungum brynjum, en þegar þeir voru skapaðir, áttu þeir ekki erfitt með að klæðast svona þungum brynjum, og var einfaldara fyrir þá að hlaupa langar vegalengdir í þungum brynjum.

Í bókum Tolkiens voru margir miklir og frægir dvergahöfðingjar og má þá nefna m.a. Gloin, Thorin Durin, Gimli, Thrainn og Thror. Í hobbitanum tók Thorin 12 dverga með sér til Bilbós, áður en þeir lögðu af stað ferð sinni að Fjallinu eina. Þeir dvergar voru; Fili, Kili, Ori, Nori, Bori, Bifur, Bofur, Bombur, Oin, Gloin, Dwalin og Balin. Til gamans má geta að öll dverganöfnin sem komu úr Hobbitanum tók Tolkien úr Norrænni Goðafræði.

Ættflokkar dverganna voru 7 og hétu þeir: Long beards, Firebeards, Broadbeams, Ironfists, Stiffbeards, Blacklocks og Stonefoots. Það var einnig annar hópur dverga, Petty-dwarves en þeir voru útrýmdir af álfum.

Longbeards voru upprunalega frá Mount Gundabad, en þeir fundu hinar miklu Moría námur í Misty Mountains, Iron Hills og síðast en ekki síst Erebor undir Fjallinu eina.

Firebeards voru frá Blue Mountains, en í bókunum voru þeir „paraðir“ með Broadbeams, en þeir höfðu allir sína eigin borg eða höll.

Ironfists og Stiffbeards bjuggu einhversstaðar langt í austri og var ekki mikið vitað um þá. Það sama var um Blacklocks og Stonefoots, en þeir bjuggu einhversstaðar annarstaðar í austri.


Thorin

Thorin Oakenshield var mikill dvergahöfðingi, og var einnig sonur Thrain II og barnabarn konugsins Thror. Thorin fæddist árið 2746 á 3. öld og er frægur fyrir að hafa farið með Gandalfi, Bilbó og 12 öðrum dvergum að Fjallinu eina til að ræna aftur fjársjóðnum frá Smaug. Þar sem Gandalfur var endalaust að koma og fara frá þeim, og skildi þá þ.a.l. eftir 13 er hann fór, þá fengu þeir Bilbó með sér í lið þar sem hann gat verið „lúmskur“ og „purkurslegur“. Það sem Thorin vildi mest af öllu fá var Erkisteinninn. Bilbó fann Erkisteininn en neitaði að gefa Thorin hann, og ætlaði að gefa álfunum hann fyrir eitthvað í staðin. Þegar Thorin lést, eftir að hafa særst í miklum bardaga gegn dríslum þá gerði hann samkomulag við Bilbó, og var hann grafinn með Erkisteininn djúpt í Fjallinu eina.

“If more of us valued food and cheer and song above hoarded gold, it would be a merrier world. But, sad or merry, I must leave it now. Farewell.”

Gimli

Gimli, sonur Glóins, er örugglega þekktastur fyrir sína þáttöku í hringjarstríðinu og að hafa verið með í föruneyti hringsins, í þeim leiðangri að reyna að eyða hring Saurons. Gimli fæddist árið 2879 á 3. öld. Gimli fór með föður sínum til Rivendell, eftir að Elrond hafi boðað upp á fund um hringinn eina, sem hafði verið fundinn. Á þeim fundi var stofnað Föruneyti hringsins, en í því voru Hobbitarnir; Frodo Baggins, Samwise Gamgee, Meriadoc Brandybuck og Peregrin Took, mennirnir Aragorn og Boromír, álfurinn Legolas, sjálfur Gimli og hin eini sanni Gandalf. Föruneytið fór í dverganámuna Moría, og uppgötvaði Gilmi gröf frænda síns Balin. Í Moría barðist Gimli með föruneytinu við stóran her af dríslum, og sá hann einnig Balrogginn frá Morgoth.

Föruneytið byrjað að fjara út þegar þeir voru í Moría, þar sem Gandalf féll niður með Balroggnum og barðist við hann síðar. Útlitið varð verra fyrir föruneytið þegar Boromir var drepinn af Uruk-hai-inum Lurtz (í bókinni var hann bara drepinn af ónefndum Uruk-hai, þar sem Lurtz var gerður af Peter Jackson til að „krydda“ upp á myndina) og þegar Pippinn og Merry voru handsamaðir af orkum. Þá fóru Sam og Frodo sína leið að Mordor til að eyða hringnum, og Aragorn, Gimli og Legolas fóru að leita af hobbitunum 2 sem voru handsamaðir. Til að ég þurfi ekki að teygja lopann svona mikið við að lýsa öllu því sem gerðist þá barðist Gimli við 10.000 Uruk-hai í Helms Deep, og hann blés einnig í hið mikla horn „Helms Hammerhand“.

Þegar hringjarstríðinu lauk fór hann til Erebor, og var þá allt breytt. Dain II var látinn og var því Thorin III konungur yfir fjallinu. Hann fór með dvergum til Glittering Caves og fékk viðurnefnið “Lord of the Glittering Caves“. Eins og kom fyrr endurbyggðu dvergar veggi Minas Tirith og Helms Deep, og fór Gimli með nokkrum dvergum til Minas Tirith, og voru veggirnir gerðir úr Míþril og stáli.
Gimli sigldi með Legolas, álfvini sínum, til Valinor og má vera að hann hafi lifað restina af lífi sínu þar, en ekkert kemur til greina um hvað varð um hann.
“Certainty of death. Small chance of success. What are we waiting for?”

Thráin

Thráin II var faðir fyrrnefnds dvergs, Thorin, og sonur Thrors. Þegar Smaug gerði áras á Fjallið eina flúði Thráin með litlum hópi af dvergum þ.á.m. syni sínum Thorin, til Ered Luin, og þar voru enn gamlar dverganámur. Meðan hann hafði farið þangað tók hann með sér kort sem sýndi leynilega leið að Fjallinu eina, ef hann skyldi þurfa að nota það aftur.

Því eldri sem Thráin varð, því meira langaði hann til að ná í gamla landið sitt aftur. Hann lagði af stað ferð sinni til að ná landinu s ínu aftur en var gripinn af hinum myrkra höfðingja Sauron. Sauron fangaði hann í virkinu sínu í Dol Guldur, sunnan við Mirkwood. Sauron tók frá Thráin hringinn hans, sem var seinasti máttarbaugur dverganna, skildi svo Thráin eftir í díflyssu til að deyja. En svo gerðist það heppilega að er Gandalf var á sínum leiðangri í Dol Guldur mætti hann einmitt Thráin, sem gaf Gandalfi kortið sitt sem hann hafi tekið með sér. Thráin bað Gandalf um að fara með kortið til sonar síns, en því miður varð ekkert úr því þar sem hann hafði gleymt nafni sonar síns. Þar lést Thráin.

Það gerðist seinna að Gandalf hitti dverg að nafni Thorin nálægt þorpinu Bree. Þeir töluðust saman og áttaði hann sig á því að sonur dvergsins sem hann hafði hitt í Dol Guldur væri sá sem hann væri að tala við í Bree. Þar lofaði hann Thorin að hjálpa honum í leiðangri sínum að ná aftur Fjallinu eina, og fjársjóðinum sem hafði tapast þar.


Dain

Dain II „Ironfoot“, fæddist 2767, var kóngur í Fjallinu eina er hringjastríðinu stóð á. Dain var sonur Náin og barnabarn Grór, sem var yngsti sonur Durin I. Dain II var höfðingi dverganna frá Iron Hills í Wilderland. Faðir hans Dain, Náin var drepinn af dríslahöfðingjanum Azog á meðan bardaga milli dverga og drísla stóð á. Azog var seinna drepinn af Dain sjálfum þegar þessu stríði lauk.

Dain og Thorin voru góðir frændur, og þegar stóra fimmherjastríðið þá fór Dain með nokkrum hundruðir dverga til að hjálpa frænda sínum, en því miður þá lést Thorin.

Dain lést árið 3019, á meðan hringjastríðinu stóð á, en hann lést frekar gamall, í bardaga um að verja gröf Brand konung Dale. Dain var samt sem áður einn mesti dvergur sem uppi hafði verið og var hann nánast óviðjafnanlegur í bardaga.

Gloin

Ekki er mikið vitað um Glóin, en hann var einn af dvergunum sem ferðuðust með Bilbó og félögum til Fjallsins eina. Hann lifði einnig af „The Battle of Azanulbizar“ en það má vera að hann hafi verið of ungur til að hafa fengið að taka þátt í því.

Þegar Glóin fór með dvergunum, Bilbó og Gandalfi í leiðangur sinn, og voru komnir í Erebor var drekinn stuttu seinna drepinn. Álfar frá Mirkwood og menn frá Lake Town komu að fjallinu. Dvergarnir settu upp varnir þar sem þeir héldu að þeir væru að fara að stela fjársjóði frá dvergunum. Það endaði með því að dvergarnir fóru út úr fjallinu til að hjálpa álfunum og mönnunum í „fimmherjastríðinu“. Glóin lifði af bardagann og Dain II var krýndur konungur yfir Fjallinu eina.

Glóin fór með syni sínum Gimla á fund Elronds, um hvað ætti að gera við hring Saurons. Líklegt er að Glóin hafi barist í „Battle of Dale“ á meðan hringjarstríðinu stóð á, en ekki er mikið vitað um það.

Thrór

Thrór fæddist árið 2542, og var konungur yfir Durins þjóðinni. Thrór var sonur Dain I og faðir Thráin II og bróðir Frór og Grór. Þegar hann var u.þ.b. 50 ára dó faðir hans Dain I og bróðir hans Frór, fór hann með hópi af dvergum að Erebor, og fann hann þar Erkisteininn. Þegar Erebor var undir stjórn
Thrórs voru dvergarnir með mikla fjársjóði í fjallinu, sem laðaði að sér drekann fræga, Smaug. Smaug tók fjallið undir sig og flúðu allir dvergarnir m.a. Thrór í burtu. Flestir dvergarnir fóru til Iron Hills en Thrór, og sonur hans Thráin II og sonarsonur hans Thorin II ásamt nokkrum öðrum dvergum fóru til Blue Hills.

Árið 2790 fór Thrór með Nár í leiðangur til Moríunámunnar, en þegar þeir komu þangað var hann drepinn af dríslakonungnum Azog. Eftir það byrjaði hið mikla stríð á milli drísla og dverga, en það var enginn annar en Dain II sem drap Azog, eins og nefnt var fyrr.

Jæja ég held að ég sé komið með nóg í bili, vonandi hef ég ekki gleymt neinum mikilvægum en við skulum láta þetta duga. Ég ætla svo seinna að byrja að vinna í annari grein og verður hún lík þessari, nema bara um einhvern annan kynþátt s.s. álfa, orka, menn eða eitthvað.

Þakka fyrir mig,
Intension.