Þessir leikarar voru æðislegir. Kannski engar stórstjörnur (eða, jú kannski núna), en þeir léku frábærlega. Þið sjáið sko, þessir leikarar eru oft miklu betri heldur en stjörnuleikaranir. Sjáið t.d. Juliu Roberts.
Þessi tónlist, öll sungin á Quenya og af munkakór eða einhverju álíka, fyrst hélt ég að þetta væri latína en síðan mundi ég allt í einu að ég las einhvers staðar að gauranir í kórnum hafi verið í margar vikur á námskeiði í Quenya.
Bardagasenurnar, þær voru frábærar, allt var gert svona rosalega hratt svo að þú sást eiginlega ekki hvað éir voru að gera. Mér fannst meðal annara öll atriðin með Legolasi frábær, t.d. þegar hann “gataði” orkana í návígi, skaut örinni (hélt þó alltaf í hana)og dró hana til baka og skaut henni í næsta mann. Svo líka atriðið þar sem Boromír var með þrjár örvar í sér en hélt áfram að berjast.
Atriðið þegar Bilbó sá hringinn um hálsinn á Fróða og hann breyttist í verðandi Gollri, það gaf mér næstum því flog, mér brá svo. Þegar Galaldríel varð svona skrítin yfir hringnum það var líka kúl.
Og eiginlega var öll myndin ótrúlega flott. Á skalanum 1.0 - 10.0 þá gef ég 9.0, en bara svo ég geti sagt að næstu myndir séu ((((mögulegar)))) betri.
kariemil
Damn, my pants fell to Mount Doom…
Af mér hrynja viskuperlurnar…