Smá pistill um dreka Jæja þá er maður kominn í páskafrí! Ákvað í tilefni þess að skella inn einni stuttri grein um þetta litla sem vitað er um dreka og uppruna þeirra.


Drekar eru illar verur sem lifa í Norðri Miðgarðs. Þeir eru risastórir, hreistraðir eins og eðlur, lifa lengi, gráðugir í fjársjóði, og algjörlega miskunnarlausir. Þeir gátu ruglað menn með augaráðinu einu, og orð þeirra voru tælandi og full af kænsku.

Drekar voru sennilega fyrst ræktaðir af Morgoth þegar hann sneri aftur til Angband með Silmerilana.

Þrjár gerðir voru til af drekum.

Ein gerðin hét Úrulóki - þeir spúðu eldi en gátu hinsvegar ekki flogið. Fyrsti dreki af þeirri tegund hét Glárungur. Þessi tegund var algengusta tegund dreka á fyrstu öld.

Næsta gerð dreka var kölluð köldu-drakar, en af þeim var lítið vitað - en þeir gátu ekki spúð eldi og að öllum líkindum heldur ekki flogið - þannig að auðvelt var að fella einn slíkan.

Vængjuðu drekarnir voru sennilega frægasta tegund dreka, en þeir gátu einnig spúð eldi. Fyrsta skipti sem sást til þeirra var í Hinni miklu orrustu, en svo sást ekki til þeirra aftur fyrr en þeir byrjuðu að herja á dvergabyggðir - sennilega vegna fjársjóða þeirra.

Frægasti drekinn var vængjaði drekinn Smeyginn sem tók Fjallið Eina og hina miklu fjársjóði þess um árið 2770, en hann var veginn á árinu 2941.

Telemnar.