Hér kemur smá grein um það sem er pirrandi í þýðingunni á verkum J.R.R Tolkiens.
Það sem mér finnst mest pirrandi við þýðinguna á Hringadróttinssögu er að þeir reyna að íslenska mannanöfn og það fer mjög í taugarnar á mér. Ég tek dæmi: Frodo- Fróði, Baggins- Baggi, Sméagol- Smjagall, Gollum- Gollrir, Gandalf- Gandalfur og ég gæti talið upp svona lengi. Ef við berum þetta saman við HP sjáum við að í HP er nöfnunum ekkert breytt. Ég hugsa oft, Af hverju gerir fólk þetta? Það sem mér datt fyrst í hug var að fólki fyndist auðveldara að lesa þetta þannig en mér finnst það alls ekki. En þetta eru aðeins smámunir miðað við gömlu þýðinguna hjá, Úlfi Ragnarssyni og Karli Ágústi Úlfssyni. Þar breyta þeir of miklu t.d: hobbíti- hobbi, orki- durtálfur, Gandalf- Gandálfur, Baggins- Baggason og ýmist fleira heimskulegt dæmi. Mér finnst ljóðin og kvæðin samt oftast vera flott þó þau rími ekki alltaf saman.
kv. ari218