Leikstjóri Hringadróttinssögu, Peter Jacksson, talaði við blaðamann frá Chicago Times 24. des sl. um aðra myndina í Hringadróttinssögu, The Two Towers.
Jacksson hefur sínar efasemdir (þótt myndin verði sýnd eftir heilt ár) að hún geti minnt á atburðina hræðilegu þann 11. sept sl. eða þegar hryðjuverkaárásin var gerð á World Trade Center turnana í New York. Þeir voru oft kallaðir þetta; Tvíburaturnarnir, Twin Towers og slíkt. En þrátt fyrir þetta þá neitar Jacksson að breyta titlinum á myndinni, “Tolkien aðdáendur myndu krossfesta okkur!” sagði Peter Jacksson sjálfur.
En Jacksson lofar góðri bardagasenu. Eða eins og hann sagði sjálfur “It's a battle that will kick your ass”. Bardaginn verður milli Uraki, úlfanna og mannanna hjá “Helms Deep” (afsakið að ég kunni ekki íslenska nafnið). Helms Deep er gamalt virki.
Jacksson lofaði að þetta yrði mjög blóðugur bardagi.
Þið fáið meira út úr Gollum, litla og stóreygða skrímslinu.
Hann er á allan hátt gerður í tölvu og röddin frá Andy Serkins.
En þið skulið ekki brotna niður og búast við öðrum Jar Jar Binks.
Einnig mun verða farið meira útí samband Aragorns og Arwens, það verður farið lengra inní ástarsöguna milli þeirra þið munið sjá hversum mikilvæg þau eru hvort öðru.