Gollum (Golli í íslensku þýðingunni sem ég las) er lítið svart og slímugt kvikindi með stór og fölbleik augu sem hann sér í myrkri með. Hann bjó í undirheimum Þokufjalla í kringum durtálfa. Durtálfarnir vissu þó ekki af honum allavega ekki þegar hann hafði Hringinn. Þegar hann hafði hringinn var hann notaður til að veiða sér til matar og þá sérstaklega durtálfa. Golli talar alltaf við sjálfan sig vegna þess hvað hann er einmanna. Hringinn kallar hann, Golla-goll.
Snemma í hobbítanum þegar dvergarnir 13, Gandálfur og Bilbo þurftu að fara í gegnum Þokufjöll týndi Bilbo hinum í hópnum. Hann rotaðist og þegar hann vaknaði vissi hann ekkert hvar hann var staddur. Fljótlega finnur hann Hringinn og stingur honum í vasann (þó að hann viti alls ekki af mættinum). Þegar hann labbar lengra inn í hellinn hittir hann Golla gamla. Golli kann leiðina út en hana kann Bilbo ekki. Golli skorar á Bilbo í gátukeppni sem Bilbo tekur þátt í ef Golli vill vísa honum veginn út ef hann sigrar. Þeir skiptast á gátum og þokuðust þeir alltaf í gegn oftar en ekki með heppni. Bilbo spurði síðustu gátuna og hljóðaði hún svo: “Hvað er ég með í vasanum?”. Golli fékk 3 kosti en nýtti sér þá alla mjög illa og tapaði þar með keppninni. Hann vildi hins vegar alls ekki vísa Bilbo leiðina út þess vegna ætlaði hann að ná í Hringinn sinn. Hann fann ekki Hringinn og fattaði brátt að hann hefði tapað honum til Bilbo.