„From J.R.R Tolkien‘s magical The Lord of the Rings trilogy“
“All the magical adventure of J.R.R tolkien‘s thrilling fantasy classic comes to life in this brilliantly animated tale of the enchanted land of Middle Earth – and the brave band of hobbits, heroes and wizards who set out to protect it”
Hljómar spennandi hugsaði ég með mér þegar ég sá þessa mynd til sölu fyrst í hagkaupum fyrir rúmlega þremur árum síðan. Ég ákvað að kaupa hana og komast að því hvort hún væri eins töfrandi og gefið var upp á kápunni.
Ég fer heim og skellti myndinni í tækið. Ég man enn hvað ég skellihló þegar ég sá byrjunina. Þegar var verið að lýsa smíðum máttarbauganna. Í stað þess að gera það í teiknimynd er það leikið og sett fyrir einhverskonar rautt blurr, mjög erfitt að lýsa þessu. En í stuttu máli er þetta rauð mynd með svörtum skuggum af mannverum. Eftir það er kvikmyndin eingöngu teiknuð.
Myndin var gefin út á whs árið 1978 og segir eins og úr bókinni frá Hobbitanum Frodo Baggings (Fróða Bagga) sem í stuttu máli erfir hring „föður“ síns Bilbo Baggins (Bilbó Bagga). Nema hvað að þetta er engin venjulegur hringur. Seint um síður kemst hann fróði litli að þessu og leggur uppí háskafulla för með föruneyti álfa, manna, dverga og galdrakarla sem hafa allir einsetið sér því að eyða hringnum svo meistari hans Sauron geti ekki gómað hann og hulið lönd Miðgarðs enn á ný. Á leiðinni lendir hann svo í ýmsum ævintýrum sem reyna á þolinmæði, gæsku hans og hugrekki.
Auðvitað þekkjum við öll þessa sögu hér á áhugamálinu en þar sem þetta kemur á forsíðunni ætla ég ekki að fara nánar útí söguþráðinn svo ég sé ekki að skemma fyrir einhverjum sem langar að sjá myndina.
Nú er ég búinn að horfa á þessa mynd fjórum sinnum og hef ég alltaf jafn gaman af henni. Auðvitað er hún ekki rétt hvað varðar söguna og auðvitað er hún frekar kjánaleg en það er ágætis tilbreyting á öllum alvöruleikanum í þríleikinum.
Myndin er leyfð öllum aldurshópum og ég skora á hvern sem er að gera sér ferð niðrí Hagkaup og kaupa þessa mynd. Kostar ekki nema 999kr
Að lokum koma upplýsingar um myndina og leikara.
Form: DvD
Lengd: 128mins. Aprox.
Mynd: Widescreen 1.85:1, Hentar öllum sjónvörpum
Hljóð: (2.0) Enska, Þýska, króatíska (1.0), spænska, tyrkneska.
Texti: Enska, þýska, spænska, sænska, norska, danska, finnska, portugalska, hebreska, pólska, gríska, tjékkneska, tyrkneska, íslenska, franska, ítalska.
Texti fyrir heyrnalausa: Enska, Þýska.
Tónlist eftir Leonard Rosenma
Klipping eftir Donald W. Ernst
Talsetning:
• Christopher Guard …. Frodo Baggins
• William Squire …. Gandalf
• Michael Scholes …. Samwise Gamgee
• John Hurt …. Aragorn
• Simon Chandler …. Meriadoc
• Dominic Guard …. Pippin
• Norman Bird …. Bilbo Baggins
• Michael Graham Cox …. Boromir
• Anthony Daniels …. Legolas
• David Buck …. Gimli
• Peter Woodthorpe …. Gollum
• Fraser Kerr …. Saruman
• Philip Stone …. King Théoden
• Michael Deacon …. Wormtongue
• André Morell …. Elrond
• Alan Tilvern …. Innkeeper
• Annette Crosbie …..Galadriel
• John Westbrook …. Treebeard
Heimildir: Wikipedia.org, Lord of the Rings, cartoon.
Ég er ábyggilega að gleyma einhverju merkilegu þannig að öll komment um greinina eru vel þegin.
Afsaka allar stafsetningarvillur sem ské kynnu að vera í textanum.
Kv.Dindan
Tjörvi Valss.