Ég fór að hugsa um þetta áðan.
Víkingarnir eiga sér hliðstæðu í samfélaginu. Bara aðeins öðruvísi.
Afhverju haldið þið að þeir hafi drepið svona marga bóndadurga? Jú, eins og flestir vita þá voru þeir þjálfaðir í “bardagalist” ef svo mætti kalla, þeir voru þjálfaðir í að berjast. Kannski að bjarga sér í náttúrunni, að smíða hluti, vopn o.s.frv.
Íþróttamenn í dag eru líka þjálfaðir til að æfa íþróttina sína og verða betri í henni. Þessvegna er kraftlyftingamaður miklu sterkari en við venjulegu smápeðin.
Þessir gífurlegu fróðleikmolar sem hafa verið að renna uppúr mér í greininni er þó ekki það sem hún snýst um, heldur annað. Hvað voru Aragorn og Boromír annað en víkingar í örlítið breyttri mynd? Atanir, eða dauðlegir menn á Ördu voru því í huga Tolkiens bara víkingar sem hann þekkir úr Íslendingasögunum sem hann hafði lesið. Eins og hann skrifaði í Silmerlinum, að þeir væru mjög góðir bardagamenn og með meiri dug en langflestir álfar.
Aragorn og Boromír eru því draugar úr fortíðinni, þeir lifðu mun lengur en venjulegir menn, voru hraustari og svo Aragorn sem var mikill rekki, og afkomandi Ísildurs og Elendils. Þeir eru bara víkingar, nema leggjast ekki í víking ruplandi og rænandi þá fátæku, frekar þá öfugt. Eins og í Miðgarði, ef að þeir væri raunverulegir víkingar væru þeir örugglega gengnir til liðs við Sauron.
Gleðilega hátíð öllsömul
Hvurslags hinn mikli