Á annarri öld, löngu áður en dúndanarnir lögðu Miðgarð undir sig, lifði þjóð í Hvítufjöllum, sem var dökkhært og mjög hávaxið.
Ekki segir frá örlögum þeirra, en þjóð þessi hvarf og eftir á Hvítufjöllum urðu eftir afkomendur þessara þjóða, dunlendingarnir.
Þegar dúndanarnir byrjuðu að flytjast til Miðgarðs var afl og kraftur dunlendinganna þegar byrjaður að þverra og þjöð þeirra hafði klofnað í marga þætti. Margir þeirra héldu norður og sumir settust að í Brý. En flestir dunlendinganna höfðu flust upp í hæðirnar og gresjur Dunlands og orðnir hálfgerð hirðingarþjóð.Þeir héldu tungu sinni og voru enn mikili bardagakappar en höfðu orðið mjög villimannleg.
Á 26. öld þriðju aldar veittu gondormenn róhansmönnum landsvæði sem kallaðist Calenardhan en dunlendingarnir töldu sig eiga rétt á því landi.
Dunlendingarnir byrjuðu að hata róhana.
Árið 2758 lögðu dunlending af stað í innrás undir forystu dunlendings að nafni Wulf. Þeir voru sigursælir en það reyndist skammgóður vermir fyrir dunlendingarna því árið eftir náðu róhanar aftur „sínu“ landi og drápu Wulf. Þannig var það í þrjár aldir að dunlendingarnir héldust í hæðunum og yfirgáfu slétturnar fyrir fullt og allt. En þeir gleymdu engu.
Þá gerðist það að hinir dökku, hávöxnu og eitt sinn stoltu dunlendingar gengu í lið með hinum spillta vitka Saruman, sem hafði undir höndum sér hina ógurlega Uruk-Hai (sem Sauron hafði verið búinn að „rækta“). Og með einhverskonar „evil act of sorcery“ (væntanlega ekki samförum) tókst Saruman að blanda saman hinum ógurlegu Uruk-Hai við hávöxnu og harðgeru Dunlendinga. Úr því komu hálforkar.
N.B. hálforkar og Uruk-Hai er ekki einn og sami hluturinn, margir rugla þessu saman (kannski vegna þess að hugtakið half-orc er ekki notað í Hringadróttinssögu).
Þegar vald Róhans og Gondors virtist sem minnst réðust dunlendingar enn og aftur á Róhan, þá undir leiðsögn Sarumans. Það var orrustan við Hjálmskdýpi sem við könnumst öll við og vitum líka alveg hvernig hún fór. Lítið hefur heyrst af hvorki dunlendingunum né hálforkunum eftir það.
Með þessari grein vil ég benda á þann misskilning að sumt fólk heldur að Uruk-Hai hafi verið skapaðir að Saruman með blöndun manna og orka. Það var Sauron sem ólk heldur að Uruk-Hai hafi verið skapaðir að Saruman með blöndun manna og orka. Það var Sauron sem „skapaði“ þá með einhversskonar kynræktun eða eitthvað álíka. En Uruk-Hai voru orkar, næstum jafn hávaxnir og menn og þoldu sólarljósið. Gorbag, Shagrat, Uglútz og sennilega Azog voru Uruk-Hai orkar. En hinsvegar Uruk- Hai plús dunlendingar gerir hálforkar.
Nú veit ég ekki hvernig þetta er í myndinnien svona á þetta nú að vera skv. The Complete Guide To Middle-Earth eftir Robert Foster og A Tolkien Bestiaru eftir David Day.
Endilega segið mér hvort þetta sé í samræmi við myndina.