Fyrst að þetta áhugamál flokkast enþá undir bókmenntir en ekki kvikmyndir og er tileinkað Tolkien sem rithöfundi en ekki bara frægasta verki hans, Lord of the rings. Þá datt mér í hug að skrifa smá umfjöllun um tvær stuttar sögur eftir hann sem að gerast ekki í Middle Earth.

Ég mæli með því að fólk lesi þessar sögur og ef þið hafið ekki gert það þá gætu þessar greinar skemt fyrir ykkur mjög góða skemtun. Ég veit ekki hvort að þær fást á íslandi en þær eru til í einni bók á Amazone.com


The smith of Wotton Major

Þessi saga er dæmigert ævintíri fyrir börn en það ættu samt allir að hafa gaman af því. Það segir frá ungum dreng sem að fynnur “fay star” í afmælisköku. Sagan fylgir svo drengnum í gegnum æfina og sýnir það hvernig þessi töfrastjarna breitir lífi hanns. Mér fannst þessi saga aðalega góð af því að hún sýnir svo greinilega hversu gott ímyndunarafl Tolkien hafði, fyrir utan það svo að vera frábærlega vel skrifuð.


Farmer Giles of Ham

Þessi saga er virkilega fyndin. Þetta er annað Barnaævintíri sagt með mjög kaldhæðnum stíl, ekki ólíkt stílnum sem að Terry Prachet hefur notað síðar í Discworld bókunum. Þetta segir sem sagt frá bónda nokkrum sem að sem að fyrir röð af undarlegum atvikum og mikkla heppni(eða óheppni) lendir í því að veiða dreka. Drekinn er stórkoslega fyndinn. Í lok sögunar verður einfaldi bóndinn svo konungur og lifir hamingjusamur til æfiloka. Sem sagt æfintíri eftir uppskrift en sagt með þessu kaldhæðna stíl og jaðrar við það að vera ádeila á samfélagið.

Báðar sögurnar eru stuttar, 40-60 bls. og halda atiglinni alveg út í gegn. Sem sagt mjög góð og skemtileg lesning.
Lacho calad, drego morn!