Ég hef nýlokið við lestur á Silmerlinum eftir sagnameistarann Tolkien, ég las hana á íslensku svo öll nöfn birtast á okkar tungumáli en fólk má endilega “krydda” greinina með því að koma með ensku nöfnin á silfurfati. Mér fannst ákaflega fróðlegt og skemmtilegt að lesa um það hvernig ættir álfa og manna blönduðust á endanum saman og mig langar, fyrir þá sem vilja fá einhvern botn í ættfræðina á Miðgarði, að birta þessa grein sem eins konar fræðirit. Fyrir þá sem ekki hafa lesið Silmerillinn hef ég í hyggju að útskýra á einhvern hátt “tilganginn” með bókinni. Silmerillinn var upphaflega aðeins eins konar minnispunktar Tolkiens sjálfs um sögu Miðgarðs og sköpun hans, sem sonur hans, Christopher Reuel Tolkien, tók saman í bundið mál. Núna ætla ég að skrifa um ættirnar í bundnu máli.

Finnvi var einn af hákonungum álfa, fornkonungum þeirra. Hann eignaðist tvær konur, Míríeli og Indísi, sem var af Vanja-ættum. Með Míríeli eignaðist hann soninn Fjanor, sem bjó til Silmerla-gimsteinana, og með Indísi eignaðist hann tvo syni, Fingólf og Finnfinn, sem báðir urðu miklir álfakonungar.

Fjanor giftist Nerdanéli, sem var dóttir Matans sem var álfasmiður. Nerdanél fæddi Fjanori hvorki meira né minna en sjö syni, Mæðros, Maglor, Selegorm, Karanþír og Kúrfinn og tvíburana Amráð og Amrás.

Fingólfur eignaðist synina Fingon og Túrgon og dótturina Árheiðli. Fingon eignaðist soninn Gil-galað, sem varð mikill álfakonungur, Túrgon eignaðist dótturina Íðrili eða Silfurfætlu og Árheiðil giftist manninum Jóli. Íðril giftist Túori og þau eignuðust soninn Jarendill, sem mikið er talað um í Hringadróttinssögu. Árheiðil bar Jóli soninn Mægil, en hann eignaðist hvorki börn né eiginkonu. Jarendill gekk að eiga Elfingu og hún bar honum synina Elrond og Elros, og Elrond eignaðist dótturina Arveni Aftanstjörnu og Elros varð fyrsti konungur Númena-þjóðarinnar.

Finnfinnur gekk að eiga Arveni af Svanahöfn og þau eignuðust synina Finnráð Felagund, Orðráð, Angráð og Agnór og dótturina Galadríeli, sem allir kannast við. Orðráður eignaðist dótturina Findúílu sem var drepinn af orkum á Forndægrunum, og Galadríel gekk að eiga manninn Seleborn og bar hún honum dótturina Selebrían.

Bræður tveir hétu Ölvir af Svanahöfn og Elvi, sem einnig var kallaður Þingólfur af Doríat.

Ölvir af Svanahöfn eignaðist dótturina Arveni af Svanahöfn, sem gekk að eiga Finnfinn, son Finnva. Þau eignuðust sem áður segir synina Finnráð Felagund, Orðráð, Angráð og Agnór og dótturina Galadríeli, sem gekk að eiga Seleborn og eignuðust dótturina Selebrían. Selebrían gekk að eiga Elrond, son Jarendils, og þau eignuðust synina Elladan og Elróhír og dótturina Arveni Aftanstjörnu sem gekk að eiga Aragorn, son Araþorns, erfingja krúnu Gondors.

Elvi, Þingólfur af Doríat, giftist Melíönu, konu af Maja-ættum. Þau eignuðust dótturina Lúþíeni, sem gekk að eiga Beren Einhenta. Lúþíen bar manni sínum soninn Díor, sem varð erfingi Þingólfs, og sem gekk að eiga Nimlótu, frænku Seleborns, eiginmanns Galadríelar Finnfinnsdóttur. Nimlót bar manni sínum dótturina Elfingu sem gekk að eiga Jarendil og sem bar manni sínum synina Elrond og Elros. Elrond gekk, eins og áður segir, að eiga Selebríani, dóttur Galadríelar og Seleborns, og þau eignuðust synina Elladan og Elróhír og dótturina Arveni Aftanstjörnu sem gekk að eiga Aragorn, son Araþorns, erfingja krúnu Gondors.

Fyrsta ætt manna á Miðgarði var ætt Bjárs ins Gamla. Hann eignaðist soninn Bregor, sem eignaðist synina Barahír og Bregolas. Barahír eignaðist soninn Beren Einhenta, sem gekk að eiga Lúþíeni. Beren Einhenti og Lúþíen eignuðust sem áður segir soninn Díor, sem varð erfingi Þingólfs, og sem gekk að eiga Nimlótu, frænku Seleborns, eiginmanns Galadríelar Finnfinnsdóttur. Nimlót bar manni sínum dótturina Elfingu sem gekk að eiga Jarendil og sem bar manni sínum synina Elrond og Elros. Elrond gekk, eins og áður segir, að eiga Selebríani, dóttur Galadríelar og Seleborns, og þau eignuðust synina Elladan og Elróhír og dótturina Arveni Aftanstjörnu sem gekk að eiga Aragorn, son Araþorns, erfingja krúnu Gondors. Bregolas eignaðist synina Belagund og Baragund, Belagundur eignaðist dótturina Ríönu sem gekk að eiga Húor, og Baragundur eignaðist dótturina Morveni Álfaljós sem gekk að eiga Húrinn. Ríana bar manni sínum soninn Túor sem gekk að eiga Íðrili Silfurfætlu sem bar honum soninn Jarendil sem gekk að eiga Elfingu sem bar manni sínum synina Elrond og Elros. Elrond gekk, eins og áður segir, að eiga Selebríani, dóttur Galadríelar og Seleborns, og þau eignuðust synina Elladan og Elróhír og dótturina Arveni Aftanstjörnu sem gekk að eiga Aragorn, son Araþorns, erfingja krúnu Gondors. Morven Álfaljós bar manni sínum soninn Túrinn Túramba og dótturina Níenór Níníeli.
Tvær mannættir til viðbótar komu til Miðgarðs þangað sem álfarnir bjuggu, og þær fléttuðust að mestu saman við álfa. Upphafsmaður annarrar þeirra var Marak og upphafsmaður hinnar var Halmír.

Marak eignaðist soninn Haðór Gullinlokka sem eignaðist synina Gundór og Galdór og dótturina Glórheiðli. Galdór gekk að eiga Haleiði af Halaðaætt og þau eignuðust synina Húrinn og Húor. Húrinn gekk að eiga Morveni Álfaljós, eins og áður segir, og þau eignuðust Túrinn Túramba og Níenór Níníeli. Húor gekk, eins og áður segir, að eiga Ríönu og þau eignuðust soninn Túor sem, eins og áður segir, gekk að eiga Íðrili Silfurfætlu, og þau eignuðust soninn Jarendil sem, eins og áður segir, gekk að eiga Elfingu sem bar manni sínum synina Elrond og Elros. Elrond gekk, eins og áður segir, að eiga Selebríani, dóttur Galadríelar og Seleborns, og þau eignuðust synina Elladan og Elróhír og dótturina Arveni Aftanstjörnu sem gekk að eiga Aragorn, son Araþorns, erfingja krúnu Gondors. Glórheiðil kvæntist Haldíri, syni Halmírs, og þau eignuðust soninn Handír sem eignaðist soninn Brandír halta.

Halmír eignaðist soninn Haldír og dótturina Haleiði. Eins og áður segir gekk Haldír að eiga Glórheiðli Haðórsdóttur og Haleiður gekk að eiga Galdór af Rökkurhöfnum, son Maraks. Eins og áður segir eignuðust Haleiður Halmírsdóttir og Galdór af Rökkurhöfnum synina Húrinn og Húor. Húrinn gekk að eiga Morveni Álfaljós, eins og áður segir, og þau eignuðust Túrinn Túramba og Níenór Níníeli. Húor gekk, eins og áður segir, að eiga Ríönu og þau eignuðust soninn Túor sem, eins og áður segir, gekk að eiga Íðrili Silfurfætlu, og þau eignuðust soninn Jarendil sem, eins og áður segir, gekk að eiga Elfingu sem bar manni sínum synina Elrond og Elros. Elrond gekk, eins og áður segir, að eiga Selebríani, dóttur Galadríelar og Seleborns, og þau eignuðust synina Elladan og Elróhír og dótturina Arveni Aftanstjörnu sem gekk að eiga Aragorn, son Araþorns, erfingja krúnu Gondors. Haldír Halmírsson gekk að eiga Glórheiðli Haðórsdóttur og þau eignuðust, eins og áður segir, soninn Handír sem eignaðist soninn Brandír halta.

Svona tengdust ættir manna og álfa að lokum saman. Ég vona að þið hafið notið lestursins.

Með einlægum óskum um frábæra líðan og gleðilegar hátíðir,
ElizaCathy
Enginn finna okkur má undir fanna hjarni; daga þrjá yfir dauðum ná dapur sat hann Bjarni.