Lord Of The Rings!!!  massa mynd!
Fyrst vil ég nú segja að þessi mynd er algjör snild!

Teiknimyndin Lord of the Rings frá árinu 1978 vakti nokkra athygli á sínum tíma fyrir þá tilraun leikstjórans Ralphs Bakshi (Cool Worls, Fritz, the Cat) að blanda saman teikningum og leiknum atriðum en árangurinn varð sá að orkarnir ógurlegu litu út eins og hlaupandi strigapokar með stórar tennur. Myndin er þrátt fyrir þessa tilraunastarfsemi hin besta skemmtun og útfærsla Bakshis er óneitanlega svolítið sæt svona þegar búið er að drepa alla sál í ævintýramyndum nútímans með tölvuteikningum. Stærsti gallinn við myndina er vitanlega sú dapurlega staðreynd að henni lýkur í miðjum klíðum og áhorfandinn skilur við Fróða, Sóma og geðsjúklinginn Gollum á miðri leið… Þetta þátti hinn mesti bömmer í den en sagan segir að Bakshi hafi klárað alla peninga og hafi ekki getað haldið áfram.

Myndin stendur samt fyllilega fyrir sínu, enda sagan þannig að það er illmögulegt að hafa ekki gaman af öllu bröltinu. Þá skemmir ekki fyrir að sjálfur John Hurt talar fyrir Aragorn í myndinni og hinn gullfallegi álfur Legolas er enginn annar en Anthony Daniels, betur þekktur sem C-3PO í Star Wars. The Lord of the Rings er tilvalin ræma til að kíkja á fyrir 26. desember, hentug til að rifja upp helstu atriði Hringadrottinssögu og hita upp fyrir nýju myndina, auk þess eru þetta sjálfsagt síðustu forvöð þar sem enginn mun vilja líta við þessum gullmola eftir að Elijah Wood og Ian McKellen mæta með föruneyti hringsins til landsins.



Ps. Etta er hrein snildar mynd!!!!