Three drinks for the Burger Kings under the sky,
Seven burgers for the Dwarves who are stoned,
Ninety million consumers doomed to buy,
One cut for the Dark Lord, the franchise he owns.
In the land of Mordor where the Whoppers lie.
Onion ring to rule them all, onion ring to dine them,
Onion ring to bring them all and in the deep-fryer bind them
In the land of Mordor where the Whoppers lie.


Ég var að sjá þetta ljóð á korknum og ég bara varð að skrifa grein um skoðanir mínar á markaðssetningu í kringum myndirnar.

Fyrir mér eru bækurnar eftir Tolkien, sögurnar, persónurnar, allt heila klabbið, því sem næst heilagar og einn að fáum hlutum í heiminum sem að nálgast fullkomnun. Mér þykir mjög vont að sjá ljóðin, sögurnar og persónurnar afmyndaðar og settar í neytendapakkningar í von um að geta grætt peninga á því.
Maður ber óhjákvæmilega mikkla virðingu fyrir bókmentaverki eins og LOTR og það eru eflaust mjög fáir sem geta sagt að þeir hafi ekki verið djúpt snortnir og fullir lotningar þegar að þeir kláruðu bókina í fyrsta sinn.
Núna þegar að það er byrjað að markaðsetja söguna gildir aðeins ein regla. Að græða sem mest. Þá er hætta á því að Persónur og sögur afmyndist og verði yfirborðskendar. Munu komandi kynslóðir sem að munu eflaust sjá myndirnar fyrst og síðan lesa bókina bera jafn mikkla virðingu fyrir sögunni?

Ég efast einhvernvegin um það. Menn hafa nú þegar mist virðingu sína fyrir sögunni. Þeir gerðu það um leið og peningar fóru að skipta meira máli en sagan sjálf.

Tolkien eiddi æfinni í að fínpússa hvert einasta smáatriði í bókunum og í bakgrunni bókanna. Ég vil ekki gera minni kröfur til nokkurs sem að býr til leikföng kvikmynd eða nokkuð annað um þessa sögu. Annars missir sagan ákveðið gildi og við hættum að bera þá virðingu fyrir henni sem að hún á skilið.
Lacho calad, drego morn!