Ég var einmitt að vonast til þess að sjá það vera smíðað aftur þetta voru ein af nokkrum vonbrigðunum sem ég varð fyrir þegar ég sá myndina. Það var annsi margt sem að mann langaði að sjá en var ekki sýnt og margt sem að komst ekki til skila eins og þetta með að sverðið hefði verið endursmíðað og héti Andúril.
var ekki einhver að segja hér einhvers staðar í þessum greinum að aragorn fengi sverðið í næsti mynd eða eitthvað svoleiðis…hann var bara með annað sverð í myndinni…bara eitthvað sverð..
Slakið þið aðeins á. Haldið þið virkilega að sé bara minnst á brot Narsíls og svo ekki söguna meir ??
Að öllum líkindum þá fær Aragorn sverðið eftir orrustuna við Hjálmsvirki þegar synir Elronds koma ásamt nokkrum félögum Aragorns úr norðri. Þið munuð, Aragorni var gefið fána frá Arweni og væntanlega fær hann sverðið líka eða þá að sverðið komi í stað fánans.
Mín tilgáta um af hverju þessu hefur verið breytt er þannig að þetta marki aðeins skýrari skil um hvernig Aragorn breytist úr stigamanninum eða rekknum Strider í hinn konunglega Aragorn og komandi konung.
Það þýðir varla að ræða um The Two Towers núna. Það er svo lítið vitað.
Fyrir nokkrum mánuðum var það talið fulljóst að Arwen myndi ferðast suður og myndi sjálf láta Aragorn hafa fánann en það hefur ekki reynst rétt samkvæmt nýjustu upplýsingum.
er búið að taka þær allar upp, því alls staðar er sagt að það hafi tekið hann 15 mánuði að taka upp myndirnar? en ég hélt að það væri ekki búið, æji vá ég veit ekki neitt….
Það er búið að taka upp allar myndirnar svo best er ég veit, en það er ekki bara að vanti sverðið það er fullt af öðru sem að vantar í myndina en ég er nokkuð sáttur við það. Sverðið fær sína sögu svolítið, en aðrir mjög stórir hlutir eru heldur ekki þarna.
Við verðum bara að horfa á etta svona, myndin er gerð fyrir fleira fólk en mig og þig sem hafa lesið bækurnar. Myndin er nú þegar 3 tímar, eða 3 1/2 með hléi og ef þeir ætla að setja allt inn er myndin orðin mun lengri. Það er eitthvað sem að venjulegur áhorfandi myndi ekki geta setið í gegnum og myndin myndi vera orðin að cult mynd fyrir okkur, engin alvöru hagnaður fyrir framleiðendur.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..