Í eftirfarandi texta verður mikið um spoilera og því ráðlegg ég þér, ef þú hefur ekki séð myndina að ýtta á “back” takkan.
Ég ætla að segja hvað mér fannst um þetta, ég ætla ekki að rekja myndina alveg, en… myndin byrjaði þegar Frodo sat upp við tré að lesa bók, svo heyrði hann söngl og vissi strax að þetta var Gandalf og hljóp til hans. Svo varð veislan um kvöldið og Bilbó “hvarf”. Sleppt var frekar miklu að mínu leiti (ég er alltaf svona, vill hafa þetta nákvæmlega eins og í bókinni :þ), eftir að Hobbitarnir fóru yfir ánna (mann ekki nafnið) þá voru þeir komnir á næstum sömu mínútu í Bree, var ekki bær þar á milli? Á Rástefnu Elronds var fyndnasta atriðið í myndinni, að hvað mér finnst, þegar Pippin og Merry hoppuðu fram og sögðust ætla með.
Én svo var það Moría, besti partur úr mynd í kvikmynda sögu!!! Atriðið þegar Cave Troll var nánast búið að drepa Frodo. En svo var það, það sem allir höfðu beðið eftir…. BALROG. Þetta kvikindi er ótrúlegt, það er mjög ógnvekjandi og eitt sem mér fannst flott, það hafa margir verið ða rífast um hvernig það hafi litið út, en í myndinni var það næstum umvafið reyk og eld svo að erfitt var að greina eitthvað. Svo þegar Gandalfur dó, þá táraðist ég, og jafnaði ég mig um það leiti þegar Föruneytið var að yfirgefa Lothrien. En svo var meiri kvöl og pína eftir, Boromír dó líka. Þá táraðist ég í annað sinn og í því atriði fer Aragorn á kostum þegar hann slátrar Lurtz.
Þetta er mitt álit og finnst mér alltof mörgu hafa verið sleppt :o) en ég gef henni 10 af 10 mögulegum!! Þetta er besta mynd sem gerð hefur verið, bæði húmor, spenna, og allur pakkinn.
Fëanor, Spirit of Fire.