Hér er smá samantekt af ættum og afrekum hanns:
Aragorn rekur ættir sínar fram í fyrstu öld Midle Earth. Lúthien dóttir Elwë(Thingol) og Melian var sögð vera fallegasta álfamær allra tíma. Faðir hennar var einn af þeim fyrstu álfum sem voru skapaðir og hann var konungur Doriath. Móðir hennar var maia, ein af þeim verum sem að voru til áður en að heimurinn var skapaður.
Lúthien varð fyrsti álfurinn til að verða ástfanginn af manni. Sá maður hét Beren. (Aragorn sagði söguna af Beren og Lúthien í ljóði í Fellowship of the ring.) Saga þeirra endaði á þann veg að Lúthien gaf upp ódauðleika sinn til að bjarga lífi Beren. Hún varð sem sagt mensk. Thau eignuðust son sem að hét Dior og hann giftist Nimloth og þau áttu saman nokkur börn. Þar á meðal var Elwing sem að var sem sagt að mestu leiti álfur. Hún giftist hinum fræga Eärlendil sem var maður og þau áttu saman tvo syni Elrond og Elros. Þeir voru kallaðir hálf álfar. Þegar að fyrsta öldin endaði var þeim gefið val um það hvort að þeir vildu lifa eins og álfar og vera ódauðlegir eða eins og menn og eldast og deyja með tímanum. Elrond valdi að lifa eins og álfur og síðar byggði hann the last homely house í Rivendell. Elros valdi að lifa eins og maður.
Nú hefst önnur öld í sögu heimsins. Úti á sjó, mitt á milli Valinor og Midle Earth á eyju sem að hét Númenóre stofnaði Elros konungsríki. Hann var nú maður dæmdur til að deyja en þar sem að hann hafði álfablóð í æðum þá elltist hann mjög hægt. Afkomendur hanns voru konungar Númenóre og ætt þeirra var kölluð Dúnedain. Meðalaldur þeirra af þessari ætt var um 400-500 ár. Svo fór þó fyrir rest að Sauron sem var enn ungur kom til Númenóre og spyllti öllu. Aðeins nokkrir afkomendur Elros lifðu af og þeir sigldu austur til Midle Earth og stofnuðu þar konungsríkin Gondor og Arnor.
Þá hefst fyrsta öldin. Sauron bjó til hringinn sinn og Elendil sem var Dúnadan beinnt skyldur Elros fór í stríð ásamt álfakónginum Gil-galad. Þeir dóu báðir í lokabardaganum við Sauron og Narsil, sverð Elendils brotnaði þegar að hann hjó hringinn af Sauron. Isildur sonur Elendils tók hringinn og það varð hans bani.
Aragorn fæddist árið 2931. Hann var 88 þegar að war of the ring byrjaði árið 3019. Hann var alinn upp af Elrond sem að er sem sagt fjarskyldur ættingi hanns. Hann er skyldur Isildur í beinann karlllegg og þar af leiðandi réttmætur konungur Gondor og Arnor. Elrond fól honum að geima brotin af Narsil. Aragorn ferðaðist út um all Midle Earth. Hann fór meira að segja austur sem að var eitthvað sem að Gandalf gerði aldrei. Í 70 ár barðist hann líkt og Gandalf gegn yfirráðum Saurons með því að ferðast og vera alltaf á verði. Af þessum 70 þá fóru 13 í það að finna og fanga Gollum Hann gekk undir mörgum nöfnum: Aragorn son of Aratorn, Elessar the elf stone, Thorongil, Wingfoot, Strider og Telcontar eru nokkur þeirra.
Afganginn vita svo flestir. Hann lét endursmíða Narsil og kallaði sverðið Andúril. Hann vann stríðið við Sauron, varð konungur Gondor og giftisr Arwen Undómíel dóttur Elronds .
Endilega bætið við ef að ég hef gleymt einhverju.
Lacho calad, drego morn!