Ég er enginn snillingur eða ofurfan á LOTR. Kláraði fyrstu bókina um daginn, og auðvitað mjög hrifinn.
Það sem ég er að pæla er áhrif LOTR á annað efni. T.d. í LOTR fara þeir til Khazad-Dûm en í Babylon 5 fer Sheridan til Sahar dum (ekki 100% á stafsetningunni).
Mjög lík nöfn og mjög líkir staðir. Líka í eðli sínu líkar persónur. Báðar að reyna að bjarga heiminum.
Er einhver snillingur hérna sem veit um fleiri þætti, bækur, bíómyndir eða hvað það nú er, þar sem áhrifa LOTR gætir.
Ég veit að þetta flokkast varla sem grein, en umræðurnar verða einfaldlega ekki eins fjölmennar á korkinum