John Ronald Reul Tolkien byrjaði á heimili sínu í Oxford Englandi að skrifa ævintýrasögur, sér og börnum sínum til skemmtunar. Vinir hans kvöttu hann til að fara með þessar sögur fyrir utan heimili sitt og deila þeim með heiminum. Stanley Unwin, útgefandi, var sammála því og gaf út Hobbitan árið 1937 fyrst í Englandi.
Fyrsta útgáfa bókarinnar seldist fljótt upp. Prófessorinn frá Oxford varð frægur yfir einni nóttu. Hún varð fljótt fræg í Ameríku og hún hlaut mikið lof gagnrýnenda, einnig frá C.S. Lewis, sem var nánur vinur Tolkiens (höfund bókanna The Lion, The Witch, and the Wardrope).
Þegar byrjað var að heimta framhald af Hobbitanum hafði Tolkien þegar skrifað margar goðsagnir fyrir Miðgarð. Silmerillin var goðsögn Tolkiens og hans hjartfólgnasta. En í þeim ritum fannst enginn hobbiti, og neiddist hann því að skapa eitthvað nýtt. Og varð þá til Hringadróttinssaga. Í þeirri sögu var aðalpersónan ungur hobbiti, sem í fyrstu kallaður Bingo, en það nafn breyttist fljótt, eins og margt annað í sögunni. Eftir að Tolkien hafði skrifað marga kafla endaði hann aftur á byrjuninni og hóf að skrifa söguna uppá nýtt. Sú ritun tók alls um 17 ár. Því að skrifa epíska sögu, sem fléttaðist inní þann heim sem áður hafði verið ritaður, var mjög erfitt.
Árið 1954 kom Hringadróttinssaga fyrst út á ensku og ári síðar var hún gefin út í Ameríku. Aðdáendur vísindaskáldsagna uppgvötvuðu fljótt að þarna var komið eitthvað sérstakt, einn af þeim var Forrest J. Ackerman, sem var þekktur fyrir útgáfu á tímaritinu Famous Monsters of Filmland og höfundur orðasambandsins Sci-fi og veitti hann forstöðu Los Angeles Science Fantasy Society. Hann segir sjálfur að þetta hafi allt verið svo yfirþyrmandi. Aldrei hafði neitt verið svo margslungið, svo frumlegt og svo fullt af ímyndunarafli.
Á 15. árlegu heimsráðstefnu vísindaskáldsagna í London veittu Forrest J.A. og dómnefnd hans Tolkien hin alþjóðlegu fantasíu verðlaun. Það var fyrst af mörgum heiðursverðlaunum sem Tolkien fékk fyrir þessi meistaraverk sín. Eftir að hafa fengið verðlaunin stóð hann andspænis Forrest sem kom með óvænt tilboð. Með honum var Grady Zimmerman, sem var ungur aðdáandi vísindaskáldsagna og meðlimur Los Angeles Science Fantasy Society og var hann að velta fyrir sér handriti. Svo var það Ron Cobb, sem hafði farið um alla Kaliforníu og tekið ljósmyndir af ýmsum stöðum sem honum fannst passa fyrir kvikmyndaútgáfu.
Tolkien gaf munnlegt samþykki fyrir reynslu í eitt ár til að sjá hvort Forrest fyndi einhverja áhugasama um kvikmyndagerð. En Forrest gerði sér fljótt grein fyrir að hann var á undan samtíð sinni.
Tolkien gaf sér tíma til að lesa söguþráð sem Zimmerman hafði gert að handriti úr Hringadróttinssögu, en honum fannst breytingarnar hafa orðið of miklar. T.d. var Lambas orðið að nokkurskonar orkufæði og líkami Faramirs sveif á töfraskýi. En Tolkien þagði, í von um að kvikmyndagerð færði honum mikið fé, en verkefnið varð aldrei að veruleika.
Á meðan höfðu gagnrýnendur allstaðar af heiminum náð sér í eintak af Hringadróttinssögu. Ekki fékk hún allstaðar góð gagngrýni. Sumir sögðu jafnvel að hún væri leiðinleg, illa skrifuð og barnalegt drasl. Útblásið, yfirdrifið, hlutdrægt og að fullorðnir læsu ekki ævintýrasögur. En Tolkien fékk stuðning margra gagnrýnenda, þar á meðal frá C.S.Lewis. Tolkien skipti gagnrýnendu í tvo hópa og hann samdi lag um það. Sem hljóðaði svo:
“The lord of the Rings is one of those things. If you like it, you do. If you don’t, you boo”
Fyrir nokkrum árum var gerð skoðanakönnun á Englandi, sem var um hundrað merkustu skáldsögur 20 aldarinnar, og var Hringadróttinssaga þar á toppnum.
Verstu gagnrýnendur Tolkiens náðu aldrei að hæga á vinsældum og sölu bókanna. Bækurnar urðu gríðarlegir áhrifavaldar í fantasíubókmenntum næstu áratuganna.