Eowyn - the Lady of Rohan
Eowyn fæddist árið 2995 á þriðju öld, en lést einhverntímann á fjórðu öld, en ekki er vitað nákvæmlega hvenar.
Hún var kölluð “the lady of rohan” en var einnig þekkt sem “Lady of the Shield-arm”, “the White Lady of Rohan”, og “Lady of Ithilien.” Hún var dóttir þeirra Théodwyn, og Éomund, og frænka Theoden konung Róhans. Hún átti einn bróðir sem hét Eomer Éadig.
Hún eiddi mörgum árum sínum í að hugsa um frænda sinn, Theoden, sem var undir álögum Sarumans, en lengi þráði hún að sanna hugrekki sitt í stríði og bardögum. Á meðan hringastríðinu stóð dulbjó hún sig sem mann og fór í bardaga og horfðist í augu við óhugnalegasta þjón Saurons, Witch-king of Angmar.
Eowyn og bróðir hennar urðu munaðarleysingjar mjög ung, hún 7 ára og Eomer 11 ára. Faðir þeirra var myrtur af Orkum árið 3002, og móðir þeirra dó stuttu eftir það vegna veikinda. Tók theoden þau þá að sér og fór með þau til Meduseld til að alast upp ásamt syni sínum Theodred.
Eowyn varð hávaxin og mjög fögur kona. Hún hafði langt ljóst hár og grá augu. Hún lærði að ríða á hesti og bregða sverði. Fólkið í Róhann elskaði hana mikið því hún var sterk og óhrædd, og hafði stolt og þokka sem hún erfði frá ömmu sinni Morwen af Lossarnach.
Árið 3014 veiktist Theoden, hann virtist eldast óeðlilega hratt og dómgreind hans varð óljós. Óvitandi af fólkinu í Róhan, var Gríma, aðstoðarmaður hans, þjónn Sarumans. Hann eitraði fyrir Theoden. Á meðan fylgdist hann með Eowyn og elti hana víðsvegar, hann þráði hana.
Það kom í stað Eowenar að hugsa um frænda sinn. Í 5 ár horfði hún á hann eldast og verða meir og meir veikburða. Hún var líka ósátt við að hún var á öllum stundum föst heima á meðan bróðir hennar og frændi ferðuðust um landið og vernduðu það. En 25. febrúar árið 3019 lést Theodred í bardaga. Seinna komst upp að Saruman hafði skipulagt þá árás í þeim tilgangi að drepa einkason konungs Róhans.
2. mars, sama ár, komu Gandálfur, Aragorn, Legolas og Gimli til Róhans. Gandálfur náði að létta álögunum af Theoden og komst hann aftur í sitt eðlilega ástand.
Það var þá sem Eowyn sá Aragorn skírt í fyrsta sinn. Hann birtist konunglegur fyrir henni, fullur af styrk, lífsorku og mátt, allt sem hún þráði í karlmanni, og hún gerði sjálfri sér trú um að hún væri ástfangin af honum.
Theoden ákvað svo að fara í stríð gegn Sarumani og her hans. Hama stakk upp á að Eowyn myndi hafa stjórn á þeim sem yrðu eftir í Meduseld, og samþykkti Theoden það. Hún leiddi fólkið í athvarf í Dunharrow í dalnum Harrowdale í Hvítu fjöllunum.
7. mars snéri herinn aftur, og sagði Aragorn Eowyn frá þem fréttum að þeir hefðu sigrað bardagann að Helm’s Deep. Var Eowyn mjög ánægð að hann skuli sjálfur flytja henni þessar fréttir, en varð fljótt leið þegar hún frétti að hann ætlaði að hliðinu að “the Paths of the Dead”. Hún reyndi að stoppa hann, með því að segja að enginn maður sem þangað hefði farið, hefði komið til baka lifandi. Þegar hann sagðist samt fara, bað hún um að fá að fara með honum, sem Aragorn neitaði, því hún hafði verið ráðin í að stjórna fólki Róhans í fjarveru konungsins. En Eowyn tók því illa, að hún skildi aftur vera skilin eftir.
Þegar herinn átti að fara að leggja af stað í bardaga, dulbjó Eowyn sig sem karlmann, hún klæddist brynju Róhans og fór með hernum ríðandi á hesti. Hún tók eftir þrá Merrys um að fá að fara með, svo hún bauð honum að koma með sér. Hún sagði honum að kalla sig Dernhelm.
15. mars mætti herinn að Pelanor völlum, tilbúin í bardaga. Hún barðist við hlið konung síns. En þá birtist “the Witch-king of Angmar, Lord of the Nazgul”. Eowyn sá þá að Theoden var fallinn undir sínum egin hesti. Réðst hún þá á dýrið sem Nazgulinn var á og hálshögði það. Nazgulinn réðst þá á Eowyn, hún missti skjöld sinn og féll á hnén. Merry réðst þá á hann með hníf og særði hann, Þá stakk Eowyn hann með sverði sínu í andlitið. Var “nornakonungurinn” þá sigraður.
Féll Eowyn þá á jörðina. Eomer fann hann og taldi hana látna og fór með hana í Minas Tirith, þar sem Prinsinn Imrahil sá að hún var ekki látinn, og var hún þá látin liggja í “the Houses of Healing”. Ekki leið á löngu er hún vaknaði og var líkaminn þá búin að jafna sig að fullu.
Hún og Faramir hittust og áttu þau langt samtal. Hann játaði fyrir henni hversu falleg hún væri og nærkoma hennar var róandi fyrir hjartað á þessum myrku dögum.
Þau hittust og töluðu saman á hverjum degi, og gengu saman um garðinn. 25. mars stóðu þau þar saman og horfðu í átt að Mordor. Eowyn var áhyggjufull, því hún vissi að nú væri Aragorn komin að “The Black Gate of Mordor”. Þau sáu mikið myrkur koma yfir sem virtist ætla að tortíma heiminum, en þá hvarf myrkrið skyndilega, veldi Saurons hafði hrunið.
En Eowyn hafði enn mikið til að hugsa um. Hún vissi ekki hvort hún hafði meiri tilfinningar til Aragorns eða Faramirs. En einn daginn sagði Faramir að hann elskaði hana heitt og vildi giftast henni. Á þeirri stundu áttaði Eowyn sig á hjarta sínu og vissi þá að það var Faramir sem hún elskaði.
Árið 3020 giftust þau. Faramir var nefndur Prins af Ithilien og þau byggðu heimili sitt í Emyn Arnen, sem var ekki langt frá Minas Tirith. Þau bjuggu þar í mörg ár og áttu einn son sem þau nefndu Elboron.
Ekki er vitað hvenar hún lést, en Faramir dó árið 82 á fjórðu öld.