Arwen Undómiel, stundum kölluð Arwen Evenstar (Aftanstjarna). Hún er fædd á þriðju öld árið 241 og lifði þar til á fjórðu öld árið 121, þá 2901 ára gömul. Hún er dóttir Eldronds og Celebrían, og er þarmeð barnabarn Galadríelar, drottningu Lothlórien.
Arwen er líst sem mjög fallegri, með sítt dökkt hár og grá augu. Fegurð hennar var borið saman við Lúthien, sem var oft talin fegurst allra álfa.
Hún átti tvo eldri bræður, Elladan og Elrohir. Faðir þeirra Elrond var frá bæði álfum og mönnum og hafði fengið að velja á milli dauðlegs lífs mannsins og ódauðlegs lífs álfsins. Arwen, Elladan og Elrohir fengu líka þetta val.
Árið 2509 var móðir Arwenar fönguð af Orkum hjá Redhorn hliðinu og var kvalin og særð. Henni var bjargað af sonum sínum og læknað af manni sínum. Minningar hennar frá því angruðu hana og hún ákvað að yfirgefa Miðgarð næsta ár.
Arwen eyddi miklum tíma sínum í Lothlorien með ömmu sinni Galadriel, en fór í heimsókn til föður síns í Rofadal af of til.
Saga Arwenar og Aragorns er svipuð og sagan um manninn Beren og álfinn Lúthien. Samt eru það ekki einu sögurnar um ástarsamband manns og álfs, þar sem fleiri birtast í annálum Tolkiens.
Arwen hitti Aragorn fyrst þegar hún var í heimsókn hjá föður sínum í Rofadal og var á gangi í skóginum. Á milli þeirra fór stutt samtal, en það var ást við fyrstu sín. Stuttu seinna hvaddi Aragorn Rofadal og hvarf út á Villulöndin, og sneri ekki aftur fyrr en eftir um 30 ár. Þegar Aragorn var 49 ára að aldri skrapp hann heim til Rofadals til hvíldar. Á leiðinni þangað átti hann leið hjá Lótlóríen og Galadriel veitti honum inngöngu í landið. Arwen dvaldist þar líka. Þau gengu saman um rjóður Lótlóríen. Þar sagðist Arwen hverfa til Aragorns og segja skilið við rökkrið. Elrond varð sorgbitinn við vali Arwenar og sagði að hún yrði ekki brúður neins manns, nema hann væri konungsborinn. Brátt hélt Aragorn aftur út á hættuslóð.
Hringastríðið skall á. Arwen fylgdist með Aragorni langt að í huga og hún bjó til handa honum fána sem á var merki Hvíta trés Gondors og sjö stjörnur og kórónu Elendils. Hún sendi fánann þar sem bræður hennar mættu Halbarad og rökkurum til að hitta Aragorn. Aragorn flaggaði fánann þegar hann kom til Pelannor vallar á skipum Corsaranna 15. mars árið 3019.
Eftir að Fróði hafði eitt hringnum og stríðið endaði, með sigri Miðgarðs, varð Aragorn konungur Gondors. Arwen ferðaðist suður til Gondors með föður sínum. Hún kom til Mínas Tíris á miðsumars kvöldi árið 3019. Arwen og Aragorn voru gift á miðsumarsdegi og Arwen varð Drottning Gondors.
Eldrond, Galadriel og fleiri sigldu með síðasta skipinu frá Miðgarði, og varð Arwen þá dauðleg kona. En örlög hennar yrðu að deyja ekki fyrr en hún hefði glatað öllu.
Arwen lifði sex tvítugi ára með Aragorni, og áttu þau son og dætur. Þegar hann fór að finna ellina nálgast fór hann í konungshúsið við Þögla Strætið í Helgidóminum og lagðist þar á löngum beði og þar lá hann þar til hann andaði sinn síðasta andardrátt, það var árið 120 á fjórðu öldinni. Arwen hvarf þá frá Mínas Tíríð og hélt til Lothlóríen og dvaldist þar ein. Hún lagði sig til hvílu á Amróðahól og þar liggur gröf hennar.