Nú hef ég loks lokið við að lesa LOTR í fyrsta skiptið. Mjög skemmtileg bók. Það er þó einn hluti af öllu þessu plotti sem ég er ekki alveg að ná.
Nú er það svo að góðar bækur eiga að vera raunverulegar miðað við þann heim sem þær gerast í og er LOTR yfirleitt þannig. Hlutirnir eru að gerast fyrir ástæðu og flest hefur sér sögu og gerir það bókina heilstypta. En eins og ég sagði er ég ekki alveg að ná einum hlut.
Nú var Frodo hringberinn og nokkuð ljóst að því skyldi ekki breitt. Hann þurfti að fara með hringinn og eyða honum í Mount Doom sem honum og tókst að lokum en það vara afar erfitt og hættulegt. Nú er það svo að enginn sá fyrir hvernig þetta allt færi svo menn bara vonuðu. Þegar búið var að eyða hringnum vöru Gwaihir, Landroval og Meneldor sendir til að sækja Frodo og Sam. Þess er einnig getið að þeir þurftu að fljúga hraðar en Nazgúl-arnir og þetta tókst þeim. Áður kemur einnig fram að Gwaihir bjargaði Gandalf frá Saruman.
Með alla þessa vitneskju skil ég ekki af hverju Gwaihir, Landroval og Meneldor voru ekki fengnir til að fljúga með Gandalf, Frodo og Sam til Mount Doom í stað þess að leggja í þessa hættulegu för. Hér eru nokkur atriðið sem mér finnst gera þetta af augljósum kost.
1. Þeir hefðu verið miklu fljótari eða einungis í nokkra daga.
2. Enginn vissi hvernig þær kæmust inní Mordor því mikið af vörðum var við báða inngangan. Með því að fljúga gætu þeir farið inn næstum hvar sem er.
3. Í upphafi voru Ringwraiths-arnir Black-Riders svo þeir gátu ekki elt upp fljúgandi hluti. Eftir að þeir lentu í ánni hjá Rivendale þá voru þeir til skamms tíma á engum farskjótum. Einnig kom fram að Gwaihir og félagar gátu flogið hraðar en Nazgúl-arnir. Svo þeir hefðu getað valið þessa leið næstum hvenær sem er.
4. Ekki sé ég að minni leynd ætti að geta verið yfir þeim félögum á flugi því það er jú hægt að fljúga mögulegt lágt.
5. Það kom einnig fram að þeimur lengur sem menn hefðu hringinn þeimur hændari yrðu menn að honum. Er því ekki ljóst að hraði skipti öllu því annars gæti Frodo ekki losað sig við hringinn?
6. Nú er ljóst að Hobbitar eru léttari en t.d. Gandalf. Hringurinn var jú byrgði á Frodo en hvað er byrgði. 1/2 líkamsþyngd eða meir? Ég veit að ég færi ekki langt með 1/2 líkamsþyngd í viðbót ég geri ráð fyrir að Gwaihir og félagar hefðu vel geta borið Frodo og hringinn þó svo að hann væri auka byrgði.
Semsagt þetta er að valda mér hugarangri og finnst mér bókin ekki eins heilsteypt fyrir vikið en gaman væri að fá rök fyrir því að þessi kostur var ekki farinn og þá helst eitthvað sem gerir þennan kost ómögulegan því þannig fær þessi mikla hættu för gildi sitt aftur.
iceeye