Jæja… ég sá að þið voruð að tala um að fáir skrifuðu hingað greinar og mér datt í hug að leggja smá orð í belg.
Fyrir mörgum árum las ég fyrstu bókina í Lord of the rings, þ.e. The fellowship of the ring, og það meira að segja á dönsku !!.. mér fannst bókin ekkert sérstök og nennti því ekki að lesa hinar bækurnar,, svo liðu nokkur ár og ég var að ræða við félaga minn um bækur og barst Tolkien í tal, hafði hann lesið allar 3 bækurnar í Lord of the rings seríunni, og sagði hann að honum hefði fundist 1sta bókin hundleiðinleg, en þær færu batnandi, 2 bókin væri betri og sú 3ja best,, þannig að ég ákvað að kýla aftur á þetta, keypti allar 3 bækurnar og hálf píndi mig í gegnum 1stu bókina, í sannleika sagt finnst mér sú bók vera plain hundleiðinleg, endalausar lýsingar á trjám og staðháttum, lítið sem í raun gerist,, 2 bókin var skárri,, meiri hasar og meira að gerast,, og 3ja bókin var eiginlega skyldulesning því maður varð jú að vita hvort þeim Frodo og Sam tækist ætlunarverkið,, (las þetta á ensku), og jú jú,, ekkert kom sosum á óvart í 3ju bókinni,, nema kannski lætin í The Shire eftir að þeir félagar komu þangað tilbaka.. ef ég ætti að taka saman álit mitt á þessum 3 bókum þá myndi ég segja að það mætti sameina fyrstu 2 bækurnar í 1 bók,, fyrsta bókin er að mínu áliti frekar langdregin en það eru þó atriði þar sem maður þarf að vita ef maður ætlar að fá samhengi í hlutina í hinum bókunum. 2 bókin er í raun best að mínu áliti,, og sú 3 er svolítið löng lokun á annars mjög skemmtilegu söguefni,,,
Þetta er að sjálfsögðu bara mitt álit,, ég les mikið og hef mjög
gaman af góðum bókum þannig að ég hef þokkalegan samanburð…
En hitt er athyglsivert að oft þegar Tolkien berst í tal þá virðast allir hafa lesið bækurnar hans,, svo þegar maður fer að ræða þær eitthvað ítarlegar þá fer fólk oft að forðast þær umræður,, ég hef nefnilega lumskan grun um að margir sem þykjast hafa lesið bækurnar hafa í raun ekki gert það,, séð kannski teiknimyndina og/eða lesið nokkrar myndabækur… hvað haldið þið?
en all in all… ég kíki oft á þetta áhugamál og held örugglega áfram að gera það….
“Nice Hobbits.. dont hurt the precious”