Alan Lee er listamaður sem teiknaði myndir upp úr bókum Tolkiens. Hann fékk það verkefni að skreyta hundrað ára afmælisútgáfu Lord of the Rings, hann myndskreytti The Hobbit og Hringur Tolkiens eftir David Day. Þegar Alan var að skreyta Lord of the Rings hafði hann sér það að markmiði að trufla ekki þá mynd sem Toklien var smám saman að byggja upp í huga lesandans af mikilli natni, heldur frekar að teikna einhvers konar leiðarvísir. Þegar Alan var að vinna að verkefninu fyrir LOTR fannst honum að hann fylgdi í söguhetjunum í þeirra lífsstríði og reyndi að lifa sig inn í þetta. Hann þurfti ekki að velja sjálfur myndir til að teikna heldur valdi hann síður með 16 eða 32 bls millibili til að teikna mynd eftir. En það fór vel saman við hugmynd hans um að lisamaður ætti ekki alltaf að eltast við að skreyta hápunkt sögunnar. Alan fannst Tolkien gera miðgarð svo lifandi að Alan fannst hann geta farið í ferðalag hvert sem hann vildi með hugmyndafluginu.
„Texti Tolkiens er svo gnægtarfullur, að varla er nokkur blaðsíða í verkum hans sem ekki býr yfir einhverjum göldrum, unaðslegum og hræðilegum – en líka eru setningar svo fagurmótaðar og upplyftar að tilraun listamanns til að tjá þær verður ei nema svipur hjá sjón.“
John Howe fæddist í Kanada og gekk í skóla í Frakklandi. Hann býr nú í Svisslandi með eiginkonu sinni(Fataneh) sem myndskreytir líka. Hann er aðalega í almanök bransanum, plaggöt á 50 ára afmæli Hobbitans og aldarafmæli Tolkiens og hann teiknaði flestar kápu myndir sem eru á vasaútgáfum HarperCollins og History of Middle-Earth eftir Christopher Tolkien. Hann viðurkenndi að hann las fyrst TTT og síðan ROTK og síðast af öllu FOTR sem er mjög skrítin röð til að lesa bækurnar. En ástæðan fyrir þessu er sú að á almenningsbókasafni smábæjarins hans var frekar léleg aðstaða og engar leiðbeiningar.
Ted Nasmith var Kanadamaður, vandvirkur og nákvæmur raunsæismálari, upphafleg tækniteiknari, en spreytir sig nú á margvíslegum viðfangsefnum. Hann hefur fleiri áhgamál s.s. sönglasmiður og þjóðlagasöngvari og elskar bækur. Hann las LOTR fyrst 15 ára og sækir þangað innblástur. Fyrstu meiri háttar Tolkien-mynd sína gerði hann 1972 í vatnsmálningu og kallaði eftir byrjunakafla The Hobbit. Hún sýndi Gandalf, Bilbo og dvergana. Ljósmyndir af henni voru sýndar Tolkien sjálfum og varð hann ánægður. Eftir hrós Tolkiens hélt Ted áfram að teikna myndir úr LOTR.