Minn er Beren og Lúþíen í Silmerillinn, það er bara snilld hvernig ástin dregur þau áfram gegnum Angbönd og sérstaklega fram hjá Karakarót - Blóðtanna.
Og þegar Lúþíen “sigrar” Sauron, það er algjör snilld, og líka finnst mér Beren svo svalur.
Líka er Viðaukarnir um Aragorn og Arwen eru mjög skemmtilegir, mjög sorglegt þegar Aragorn deyr, það og þegar Föruneytið taldi að Gandalf væri látinn, og líka á Rökkurhöfnum, það eru 3 skipti sem ég hef tárast við að lesa bækurnar.
Og líka eitt sem ég ætla að stinga uppá, ef einhver getur teiknað vel og hefur kannski eða er að teikna ymnd af einhverjum persónum frá Ördu væri fínt ef þið ættuð skanna, þa´gæti ég búið til kubb sem væri með myndum eftir ykkur. Hvernig finnst ykkur sú hugmynd?
Fëanor, Spirit of Fire.