Hver leikur hvern Þetta er listinn yfir þá sem leika í myndunum og mér sýnist þetta vera góður hópur. Ég kannast við mjög fáa á honum en ég held að þetta komi vel út.


The Fellowship:

Gandalf verður leikinn af Sir Ian Mckellen sem er fæddur 25. Maí 1939 og kemur hann frá Burnley, UK.

Frodo verður leikinn af Elijah Jordan Wood en hann er fæddur 28. Janúar 1981 og kemur frá Cedar Rapids, Iowa, USA.

Aragorn verður leikinn af Viggo Mortensen og hann Viggo kemur frá Manhattan, New York, USA og er fæddur 20.október 1958.

Boromir verður leikinn af Sean Bean sem er fæddur 17. Apríl 1959 og kemur frá Sheffield, Yorkshire, UK.

Sam verður leikinn af Sean Patrick Astin sem er frá California, USA og er fæddur 25.febrúar 1971.

Legolas verður leikinn af Orlando Bloom sem kemur frá Canterbury, Kent og er fæddur 1977.

Gimli verður leikinn af Jonathan Rhys-Davies og er fæddur 5.maí 1944 og kemur frá Wiltshire, UK.

Merry verður leikinn af Þjóðverjanum Dominic Monaghan sem kemur frá Berlín og er fæddur 8. Desember 1976.

Pippin verður Skotanum Billy Boyd og kemur frá Glasgow og er fæddur 28. Ágúst 1968.

Aðrir:

Arwen verður leikin af Liv Tyler en hún kemur frá Portland, Maine USA og er fædd 1. Júlí 1977.

Bilbo verður leikinn af Sir Ian Holm og kemur frá Goodmayes, Ilford, UK og er fæddur 12. September 1931.

Celeborn verður leikinn af Marton Csokas og kemur hann frá sama landi og leikstjórinn, Nýja Sjálandi, og Marton er fæddur 30. Júní 1966.

Elrond verður leikinn af Hugo Weaving og hann kemur frá Nígeríu.

Eomer verður leikinn af Karl Urban og kemur hann frá Wellington, NZ og er fæddur 7. Júní 1972.

Eowyn verður leikin af Miranda Otto.(fann ekki meiri upplýsingar)

Faramir verður leikinn af David Wenham sem kemur frá Marrickville, Sydney og er fæddur 1966.

Galadriel verður leikin af Catherine Elise Blanchett og kemur hún frá Clayton, Victoria, Australia og er fædd 14. Maí 1969.

Gollum verður gerður í tölvu en röddin mun koma frá Andy Serkis.

Saruman verður leikinn af Christopher Frank Carandini Lee sem er fæddur 27.maí 1922 og kemur frá London í Englandi.

Sauron verður leikinn af Sala Baker.(fann ekki meiri upplýsingar)

Theoden verður leikinn af Bernard Hill sem kemur frá Manchester, England, UK og er fæddur 17. Desember 1944.

Treebeard verður gerður í tölvu en röddin mun koma frá Jonathan Rhys-Davies(sjá Gimli).