Beren og Lúþíen[2 hluti] Beren og Lúþíen

Hér kemur restin af hetjudáðium og ástum Berens og Lúþíenar.

Beren og Lúþíen fóru leynt um skóga Doríets. En Dæron farandssöngvari öfundaði Beren og hann sagði Þingólfi konungi frá ástum þeirra sem brjálaðist. Hann sendi þjóna sína til þess að fanga Beren, en Lúþíen leiddi hann fyrir hásæti sjálfs föðurs síns. Þingólfur spurði Beren æfur hver hann væri og hvað hann væri að gera þar sem óboðinn þjófur. Beren sagði honum að það eina sem hann vildi væri Lúþíen og að ekkert gæti haldið henni frá sér. Þingólfur rakkaði hann niður með ásökunum um njósnaskap og þrælslund. En Beren stóð upp fyrir sjálfan sig og svaraði Þingólfi fullum hálsi. Þingólfur sagði:

“Hlíð nú á! Sjálfur sækist ég eftir öðrum dýrgrip sem er mér meinaður. Því að klettar og stál og eldar Morgoths geyma þennan dýrgrip sem ég þrái, móti vilja og valdi allra álfakonunganna. Nú heyri ég af vörum þínum, að engir þessara fjötra geti haldið aftur af þér. Farðu því þína leið! Færðu mér í hendi þinni Silmeril úr kórónu Morgoths; og þá má Lúþíen, ef hún vill, leggja hönd sína í þína. Þá skalt þú eignast minn dýrgrip gegn því að þú færir mér Silmerilinn; og þó hann varðveiti örlög sjálfrar Ördu, máttu samt telja mig örlátan.”

Beren fór óhindraður út úr Doríat og þegar hann var úr augsýn heltist söknuður og sorg yfir Lúþíen, því að hún vissi að þetta væri glapræði og dauðadómur að taka Silmeril úr kórónu sjálfs myrkradróttins, hvað þá að komast nálægt honum.

Beren fór til Nargóþránds og kom til Finnráðs Felagunds. Beren rakti sögu sína og Felagundur ávarpaði fólk sitt og lagði áherslu á að hjálpa vini í neyð. En Selegormur sem eins og bróðir sinn Kúrfinnur hafði leitað skjóls í Nargóþránd fyrir orkum reis upp og sagði ef að Beren næði einum silmerilnum myndu þeir Fjanorsynir elta hann allt til Ragnarraka. En Felagundur og tíu liðsmenn hans fóru með Bereni og lét Felagundur bróður sínum valdið. Þar til að hann myndi snúa aftur.

Beren og föruneyti hans héldu af stað og kvöld eitt komu þeir að herbúðum orka sem að þeir myrtu og tóku búnað þeirra og vopn. Þeir héldu svo til Síríonsskarðs þar sem að Sauron fangaði þá; því að honum fannst skrítið að þjónar morgoths skyldu fara í svo miklum flýti yfir land hans og gefa engar skýrslur; sem var skylda. Sauron, eftir að hann og Felagundur höfðu keppt í kvæðakeppni, reif gervin af þeim og varpaði þeim í dýflissu sína. En enginn gaf sig til frásagnar um hvað þeir væru að gera.


Lúþíen fann til sárs hryllings á sömu stundu og að Bereni var varpað í dýflissuna. Hún vildi fara að bjarga honum en Þingólfur læsti hana inní trjáhúsi þar sem að engir stigar voru. En Lúþíen lét hár sitt vaxa svo mikið að hún bjó úr því reipi og lét sig síga niður úr trjáhúsinu. Selegormur og Kúrfinnur voru á veiðum með töfrahundinum Hváni og veiddi Hvánn Lúþíen sem var á hlaupum skamt frá og kom hann með hana til Selegorms og Kúrfinns. Um leið og Selegormur sá hana elskaði hana og hét að hjálpa henni í þeirri nauð sem hún var í ef að hún myndi svo snúa með honum til Nargóþrándar.

Hún fór með þeim bræðrum til Nargóþrándar en þeir sviku hana og læstu hana inni. Selegormur lét sendiboða sína fara til Þingólfs og bera fram bónorð hans til Lúþíenar og á meðan tóku þeir valdi yfir Nargóþránd, því að Orðráður bróðir Finnráðs gat ekki komið í veg fyrir mátt þeirra, mátt þeirra til að ráða yfir hugum fólks.

En Hvánn sveik Selegorm og hjálpaði Lúþíen að flýja og bar hana á baki sínu til Berens, þar sem að hann var lokaður í virki Saurons; á varúlfaeyju. En á meðan var Sauron búinn að láta drepa alla félaga þeirra Berens og Finnráðs og sendi einn annan til þess að drepa Beren. En Finnráður leysti sig úr hlekkjunum og drap varúlfinn, en var særður til ólífs í leiðinni. Á sinni lokastundu kvaddi hann Beren óskaði honum alls góðs.

Þegar að Lúþíen og Hvánn komu að brúnni sem að tengdi Varúlfaeyju að meginlandinu hóf Lúþíen söng. Þegar að Sauron heyrði sönginn ákvað hann að handsama hana og gefa Morgoth. Hann sendi alla úlfa sína til hennar einn í einu en Hvánn drap þá alla. Þegar að síðasti varúlfurinn hafði dáið fór Sauron í líki mesta úlfs í heimi. En Hvánn vann hann og Sauron breytti sér í lík vampýru og flúði til Hryllingsskuggalands. Hún fór til Berens og bjargaði honum úr dýflissunni. Hvánn sneri aftur til húsbónda síns sem lenti í honum kröppum því að svik bræðrana fréttust og íbúar Nargóþrándar risu gegn þeim svo að þeir fóru og leituðu hjálpar hjá frændum þeirra í austri. En á leið þeirra urðu Beren og Lúþíen sem þeir réðust á. Hvánn sveik húsbónda sinn í annað sinn og unnu hann og Beren bug á þeim bræðrum sem héldu áfram leið sinni með skömm og hafði Hvánn verið með Beren.

Beren ákvað að fara einn að ná í Silmeril og skildi Hván og Lúþíen eftir eina nóttina, en hún elti hann með Hváni sem í annað skiptið baust til þess að vera reiðskjótur hennar, og sameinaðist hún Bereni enn á ný. Þau tóku á sig mynd illra afla og fóru að hliðum Angbanda. En Karkarótu hinn mesti varúlfur stóð fyrir utan hliðið. Lúþíen svæfði hann með töfrum og héldu þau Beren inn í Angbönd. Þegar þau stóðu frammi fyrir augliti Morgoths bauðst Lúþíen til þess að syngja fyrir hann. Með söngnum svæfði hún sjálfan myrkradróttin og Beren skar einn Silmeril af kórónu hans með Járnkljúf; hnífi sem gat skorið járn eins og brauð.

Þau flýðu í skelfingu út úr Angböndum en Karkarótur sat fyrir þeim og réðst á þau. Beren beindi Silmerilnum að Karkarót og sagði : “Snautaðu burt! Því að hér er sá eldur sem mun eyða þér og öllum illum hlutum!”
En Karkarótur gleypti hönd hans og Silmerilin í græðgi og samstundis brenndi Silmerillin innyfli hans og hann flúði ýlfrandi í burtu og drap hann allt kvikt sem á vegi hans varð svo að jafnvel hin verstu skrímsli flúðu undan honum.

Beren og Lúþíen lágu fyrir utan hliðin þegar herir Morgoths vöknuðu og voru að þeysast út. En ernir komu þeim til bjargar og flugu með þau til Doríats. Þar kom Lúþíen lífi í Beren þar sem að bit Karkaróts var eitrað. Þar voru þeir saman í skógum Doríets – enn á ný. En á endanum gáfu þau sig frammi fyrir Þingólfi og ráku ævintýri sín og dáðist Þingólfur af Beren því að hann var svo sannarlega öflugastur af öllum dauðlegum mönnum.

En á meðan hafði Karkarótur komið að landamærum Doríats svo að konungur hafði með sér fræknan flokk sem veiða átti úlfinn. Í þeim flokki voru Hvánn af Valalandi, Mablungur hinn þunghenti, Beli stórbogi og Beren hin einhenti. Þegar að flokkurinn fann Karkarót réðst hann á Þingólf en Beren varði hann og fékk hann þar banasár. Hvánn réðst á hann og dóu þeir svo báðir Karkarótur Blóðtanni og Hvánn.

Mablungur skar á kvið Karkaróts og tók hönd Berens og Silmerilinn og rétti Bereni sem rumskaði við og rétti Þingólfi svo og sagði: “Nú er leit minni lokið með árangri, og örlagadómur minn fullnaður”. Beren dó en beið svo eftir Lúþíen sem að yfirgaf líkama sinn stuttu seinna. Þau hittust í sölum Mandosar sem að gaf þeim tvo kosti eftir að hafa talað við Manve: Annaðhvort myndi hún fá að lifa að eilífu í Amanslandi en Beren fara á vit dauðans eða gætu þau lifað eitt lífskeið í Doríet og myndi hún svo ganga með honum í dauðann, njóta gjafar Alföðurs til manna. Eins og í sönnum ástarsögum valdi hún seinni kostinn og sneru þau til Doríets þar sem að þau lifðu hamingjusöm til æviloka og eignuðust son: Díor Eluchíl sem varð erfingi Þingólfs.

Þá hef ég rakið sögu Berens og Lúþíenar.
Váv.