En alla vegna….
Gimli var dvergur sem bjó í Fjallinu eina. Faðir hans var Glóinn en móðir hans er ekki vituð. Þegar ráð Elronds kom saman í Rofadal til að ræða um hver myndi fara með hringinn í Dómsdyngju í Mordor bauð Fróði sig fram. Gandalfur, Aragorn, Legolas, Gimli, Pípinn, Kátur og Sómi buðu sig fram til að fara með honum.
Eftir alvarlega brottför löbbuðu þeir um víði vaxin lönd sem voru seinfarin. Þeir sváfu á daginn en gengu á nóttunni. Eftir um hálfan mánuð voru þeir búnir með fyrsta áfanga ferðarinnar. Þeir æjuðu þar og ætluðu að slaka á þar í hálfan annan dag því þeir voru allir uppgefnir og Gandalfi fannst þeir eiga það skilið. En svo sjá þeir svart þétt ský koma í áttina til þeirra á móti vindi. Sómi og Aragorn stóðu vaktina en vöktu alla og sögðu þeim að fela sig. Þetta voru krákur frá Ísarngerði. Að lokum fannst Gandalfi þeir eiga ekki annan kost en að fara á Karadras.
Þar var mikill vindur og snjóaði mikið og fannst Aragorni og Gandalfi það skrýtið þar sem þeir voru aðeins í fjallsrótunum. Þeir stoppuðu smá stund til að borða og virtist sem vindinum lægði. En þegar þeir fóru af stað skall á byl enn verri en þann sem var fyrir. Hobbitarnir voru við það að fjúka um koll eða grafast undir snjónum. Þeir komu þá loksins að klettavegg sem þeir skýldu sér fyrir bylnum. En Karadras vildi hefta för þeirra svo að hann byrgði fyrir þeim leiðina svo að þeir sátu fastir. Dágóð stund leið áður en Boramír tók til máls og sagði að núna væru þeir sterkustu sem voru hæfastir til að brjóta út leið. Svo hann og Aragorn fóru að vinna í því að brjóta út leið. Þeir óðu í gegnum snjóinn. Legolas tiplaði þá á snjónum fyrir ofan þá og hjálpaði þeim að brjóta þykkasta hlutann. Að lokum komust þeir allir út og hófu göngu sína aftur niður fjallið. Karadras hafði sigrað. Þeir sáu þá aftur krákurnar og fóru upp á fjallið aðeins meira þar sem þeir komu að steinhring. Þeir ætluðu að æja þar um nóttina. Um nóttina komu fullt af úlfum og var þar háður bardagi, Aragorn og Boramír börðust hraustlega með sverðum sínum, Gimli með öxinni sinni og það hvein stöðugt í boga Legolasar. Gandalfur tók þá eldsetta trjágrein og þá var eins og skugginn magnaði hann upp. Hann fór með þulu og öll trén í kringum þá stóðu í ljósum logum. Þegar Legolas skaut seinustu örinni sinni, kviknaði í henni og hún lenti í brjósti eins af stærri foryngjaúlfunum. Úlfarnir hörfuðu þá og hurfu út í buskann. Daginn eftir voru engin merki eftir bardagann nema askan eftir trén og örvar Legolasar lágu á víð og dreif um svæðið.
Gandalfur hafði upplýst þá um að besta leiðin væri að fara í Moría, að hann hafði farið þar einu sinni áður og um leið og hann nefndi Moríakom glampi í augu Gimlis. Hann reis upp og sagði að hann myndi fara þangað því að hann hefði langað að hitta frænda sinn Balinn Fundason. Þeir lögðu þá leið sína til Moría. Gandalfur sagðist halda að það væru 15 – 20 mílur þangað. Þeir lögðu þá af stað þangað. Þeir gengu mjög lengi ig voru orðnir mjög reyttir þegar þeir sáu stiga. Þeir löbbuðu upp stigann og sáu þar stórt lón. Gandalfur spurðu hæðnislega hvort að einhver væri til í að synda yfir þetta annars þyrftu þeir að ganga hringinn. Þeir gengu hringinn og að lokum komu þeir að klettaveggnum sem Gandalfur sagði að dyrnar væru á. Það var stórt vatn fyrir framan hann. Eftir smá tíma skein tunglsljósið á vegginn og smám saman urðu einskonar dyr sýnilegar. Efst uppi var ritað í álfsku: Dyr Durins höfðingja Moría, mæl, “ vinur “, og gakktu inn. Fyrir neðan það stóð: Ég Narfi, smíðaði dyrnar. Selebrimbor af Þyrnalandi teiknaði merkið. Gandalfur sagði að það þýddi einfaldlega sértu vinur, áttu að mæla lykilorðið. Hann fór með allskyns þulur og ýmist nokkur álfaorð til vonar og vara ef það skildi vera lykilorðið. Að lokum fleygði hann stafnum í jörðina, sast þögull á stein og fór að hugsa. Boramír varð þá hissa og pirraður og sagði “ hva, veist þú ekki lykilorðið Gandalfur?”. Hann fleygði steinvölu í vatnið. Fram komu margar gárur og bubblur í vatninu. Kátur varaði Boramír við að ekki gera þetta aftur. Allt í einu spratt Gandalfur upp á fætur og sagði: “ af hverju datt mér það ekki strax í hug”. Svo gekk hann að dyrunum og mælti: “ mellon”. Dyrnur siluðust hægt og loksins popnuust að fullu. Gandalfur sagði þeim að drífa sig inn fyrir. Allt í einu kom fálmari upp með ströndinni og greip í fótinn á Fróða og dró hann niður ströndina. Þeir voru allir hræddir og hjógu í fálmarann. Hann sleppti þá takinu. Í ljós komu þá einir tuttugu fálmarar. Gandalfur sagði þeim að flýta sér inn í göngin. Þá brýtur skrímslið dyrnar og þar með höfðu þeir engan annan kost en að fikra sig inní djúpt myrkur Moría.
Þetta er fyrsti kaflinn um Gimli og ég kem með framhald seinna.
Mike Portnoy: Do you guys know how long it took to find a gravestone with the name Victoria Page, and the dates 1905-1928 on it?! Took us months!