Majar
Majar voru hjálparhendur Vala og voru andar sem voru uppi fyrir tíma veraldar. Þeir komu nokkrir til Ördu en ekki er vitað hver margir. Þekktust af Majum voru hjónin Ossi og Úníen. Majar koma ekki mikið fram í Quenta Silarillion en þó kemur Majinn Ossi nokkuð fram en hann var aðstoðamaður Valans Ylmis og Melíana kemur líka nokkuð mikið fram en hún hélt sig í Lórien. Ólórinn var líklega vitrastur allra Maja en hann settist líka að í Lórien. Ólórins er ekkert getið í Quenta Silarillion en hann er lílega bara Gandalf. En þar voru líka fleiri þar á meðal: Jónver sem var lúðraþeytari og merkisberi Valans Manves, Úínen var Gyðja hafsins og svo Ilmær en hún var þerna Vördu. Þetta voru svona helstu Majarnir en þeir gengdu mjög misjafnlega mikilvægu hlutverki á Ördu. Melkor náði með illsku sinni yfir nokkurum Majum þegar veldi hans reis sem hæst. Þess má geta að hann náði um stund að stjórna með illsku sinni Ossa aðstoðamanni Ylmis. Ossi hafði mikla stórn yfir höfum Ördu en það var það sem Melkor sóttist eftir því hafið var það eina sem hafði enga stjórn á. En Úínen kona hans náði að fá hann til að fara til Ylmis og þar fékk hann fyrirgefningu. Það eru mismunandi skoðanir hvort Majar skiptu miklu máli í stríðinu gegn hinu illa en það má alltaf koma því á framfæri. Hér fyrir neðan.