Þegar LotR myndirnar koma, kemur (því miður?) aðeins ein á hverjum jólum. Þá verð ég orðinn 16 ára, og skiljanlega orðinn langþreyttur eftir biðinni um að fá að sjá endinn.
Hver er svo tilgangurinn með þessari bið? Jú, hún er svo hægt verði að framleiða brúður, spil, spjaldmyndir og hvað þetta heitir allt saman á meðan forvitnin kraumar í áhorfendum.
Eruð þið eki pínulítið á móti því að þarna sé verið að reyna að græða á þessu öllu saman? Það er eins og partur af manni sjálfum sé skertur, eða gert lítið úr honum. Ég hef alfarið verið á móti öllu “sell-out” eða sölubrellum, hvort sem það er í tónlist eða einhverju öðru.
Í gamla daga var þetta ekki til, mömmur okkar og pabbar söfnuðu leikaramyndum, punktur. Þá léku krakkar sér líka með leggi og skel, en núna sér maður heilu hilluskápana í dótabúðunum fulla af action man, batman o.s.fr. sem er fyrir strákana. Liturinn í þeirri deild er oftast brúnn eða grænleitur. Annar skápur er líka til fyrir stelpurnar, hann er einkum bleikur á litinn fyrir barbie dúkkurnar.(Þetta finnst greinarhöfundi ömurleg þróun á ímyndum kynjanna, hvernig sem þau eiga svosem að vera).
Brátt eftir jólin og nýárið á fólk örugglega eftir að rekast á auglýsingar um Hringadróttinssögu, hillurnar í dótabúðunum eiga eftir að prýða LotR spil, myndasögur og þannig fram eftir götunum.
Þetta er ég óánægður með. Þótt þetta geti skapað fleiri Tolkien aðdáendur finnst mér þetta ekki gefa góða ímynd af honum. Var eitthvað svona til þegar hann skrifaði bækurnar?
Það er eins og þá hafi heimurinn verið “góður” og laus við alla sölumennsku, þarna hafi verið meistaraverk á ferðinni sem ekki var fölsk peningalykt af, heldur bækur sem hafi verið samdar til að fullnægja tjáningarþörf höfundarins.
Aðrir sci-fi fantasy heimar eru t.d. Star Wars, Star Trek, Dragon Heart o.s.fr., en manni finnst þetta samt sem áður vera eitthvað annað. Star Trek tildæmis hefur verið búið til svo að fólk geti eytt peningnum sínum í þetta, rétt eins og Pókemon æðið, sem virðist hafa sungið sinn svanasöng snögglega.
Núna er eins og Tolkien heimurinn sé að breytast í svipaða hluti og Pókemon og Star Trek.
<br>
Önnur “æði” sem greinarhöfundur man eftir(en hefur ekki endilega safnað:
Pox
Körfuboltamyndir
Turtles
Pókemon
Dracco
Digimon
Hafnaboltamyndir
Fótboltamyndir
Takk fyrir
Hvurslags.