Seinasti kaflinn um Bilbó og félaga.
Eftir að dvergarnir og Bilbó fóru að aðalhliðinu höfðu þeir ennþá nokkra daga þangað til að álfarnir kæmu, þá byrjuðu þeir að styrkja varnir sínar. Þeir byggðu nýjan stíg frá aðalhliðinu (sem var eini inngangurinn, fyrir utan leynidyrnar sem höfðu verið eyðilagðar) og fylltu þeir síðan upp í hliðið með steinum svo að þeir komust aðeins inn með því að klifra upp stiga sem lá yfir steinvegginn. Síðan stífluðu þeir ána svo að lón myndaðist fyrir utan hliðið. Að því verki loknu varð aðeins komist að hliðinu á tvo vegu; syndandi eða með því að klöngrast eftir þröngri syllu.
Loks kom að því eina nóttina að þeir sáu þeir blys álfanna og vatnamannanna og bjuggust til varnar. Þegar aðkomumenn komu að lóninu hrópaði Þorinn “Hverjir eruð þið sem komið með ófriði að hliðum Þorins Þráinssonar, konungs undir Fjalli, og hvað viljið þið?” Þeir svöruðu engu en hófu að setja upp tjöld sín skammt frá.
Næsta morgun sáu þeir nokkra hermenn vaða yfir ána og koma að hliðinu. Og enn sagði Þorinn “Hverjir eruð þið sem komið með ófriði að hliðum Þorins Þráinssonar, konungs undir Fjalli, og hvað viljið þið?”
Bárður steig út úr hópnum og sagði “Heill sé þér Þorinn! Hví girðir þú þig inni sem ræningi í bæli? Þó erum við ekki neinir óvinir og við fögnum því að þú skulir gagnstætt vonum vera á lífi. Við bjuggumst ekki við að finna neinn hér uppistandandi, en nú þegar við hittumst er mál að við setjumst á ráðstefnu og hefjum samninga .”
“Hver ert þú og hvað höfum við um að semja?” sagði Þorinn.
“Ég er Bárður, sem með eigin hendi felldi drekann og leysti þannig fjarsjóð þinn. Skiptir það þig nokkuð máli? Auk þess er ég í beinan karllegg afkomandi Girions af Dal og í fjárhaugnum má finna alla þá dýrgripi úr höll og borg sem Smeyginn stal frá honum. Er það ekki nokkuð sem við þyrftum að ræða? Ennfremur eyddi Smeyginn í síðustu orustunni bústöðum fólksins í Ásgerði og er ég fulltrúi borgarstjóra þeirra. Í hans nafni spyr ég þig hvort þig skipti engu máli sorg og neyð þjóðar hans. Þeir styrktu þig þó þegar þú áttir í nauð og það eina sem þeir fá að launum eru rústir einar, þó að það sé vissulega ekki vísvitandi þín sök.”, mælti Bárður.
En á meðan Þorinn dvaldi í fjárhirslum Smeygins hafði ágirnd hans á fjársjóðnum vaxið svo mjög að hann sagðist ekkert vilja af þeim vita. Hann sendi þá í burtu en sagði að einungis hjálp vatnabúanna yrði endurgoldin.
Eftir það lýstu vatnabúar og álfarn yfir umsátri um fjallið.
Eftir nokkra daga kom Hróki gamli aftur og sagði þeim að Dáinn hefði lagt af stað frá Járnhólum með fimm hundruð dverga herlið. Þorinn brosti og sagði að þegar Dáinn kæmi aftan að álfunum og vatnamönnunum yrðu þeir eftirgefanlegri í samningum.
En um kvöldið ákvað Bilbó að taka til sinna ráða. Hann kom til Vamba sem var á vakt og bað hann um að leggja sig; hann mundi leysa hann af á næturvaktinni. Bilbó bað hann einnig að segja engum frá því að hann hefði tekið við af honum.
Um leið og Vambi var farinn í háttinn setti Bilbó á sig hringinn og fór að búðum umsátursmanna. Þar sem hann datt í vatnið með gusugangi komu nokkrir álfar og handsömuðu hann. Hann bað þá að leiða sig á fund foringja þeirra og eftir litla stund var hann staddur í konunglegu tjaldi álfakonungsins og stóð andspænis konunginum sjálfum og Bárði.
Þar sem Bilbó var orðinn þreyttur á þessu ástandi sagði hann þeim frá því að Dáinn væri að koma með sitt herlið. Konungurinn og Bárður stóðu hugsandi yfir því hvað þeir ættu til bragðs að taka, þar til Bilbó dró upp erkisteininn sem hann hafði tekið úr gullhaug Smeygins. Hann lýsti því yfir að ef Bárður hefði þennan stein undir höndum myndu samningarviðræður ganga greiðar, því að erkisteinninn var það sem Þorinn hafði mestar mætur á og vildi eignast framar öllu öðru. Konungurinn og Bárður þökkuðu Bilbó fyrir og hann hélt á brott. Þegar hann gekk út úr tjaldinu klappaði gamall maður á bak hans og sagði “Vel af sér vikið, herra Baggi! Alltaf stendurðu þig betur en búist er við!” og var þetta enginn annar en Gandalfur en þar sem engan tíma mátti missa hraðaði hann sér för heim og kastaði í leiðinni kveðju á Gandalf.
Litlu eftir að hann var kominn til baka vakti hann Vamba og fór að sofa.
Morguninn eftir heyrðist lúðraþytur og sendiboðar komu með þær fregnir að Bárður og álfakonungurinn vildu halda annan fund. Þorinn kvaðst reiðubúinn til þess, en aðeins ef þeir kæmu vopnlausir inn í fjallið.
Í fyrstu þegar Bárður og kóngurinn komu var Þorinn ákveðinn að hann myndi ekkert láta af hendi. En þegar Bárður brá á loft Erkisteininum varð Þorinn tortrygginn. “Hvar fenguð þið hann, rækallsins þjófar”, mátti heyra. Þá skrækti Bilbó “Ég fékk þeim hann!” Þá varð Þorinn ævareiður og hafði næstum hent Bilbó fram af múrveggnum, en sem betur fer kom Gandalfur á vettvang og stöðvaði hann. Þá sagði Bárður að ef Þorinn samþykkti ekki fyrir hádegi að afhenda hluta fjársjóðsins, mundi umsátrið halda áfram.
Næsta morgun voru álfar og menn kvaddir til vopna. Dáinn var kominn með allt sitt lið, útbúið bestu brynjum dverga og voru þeir flestir mjög reyndir stríðsmenn. Þegar orrustan var að hefjast myrkvaðist allt og Gandalfur hrópaði,“Hættið!!!” Orkarnir eru að koma, segið Dáni að koma til ráðagerða við okkur. Allir létu vopnin síga og Dáinn kom til Gandalfs sem fylgdi honum inn í tjald álfakonungs. Þar sem orkarnir og vargarnir, sem frétt höfðu af dauða Smeygins og söfnuðu liði til þess að hremma gull hans, voru sameiginlegir óvinir dverga, álfa og manna, skipaði Gandalfur að koma á laun miklu liði fyrir uppi í hæðunum umhverfis dalinn. Slíkt væri þeirra eina von að hremma orkana í gildru. Nokkrir hugrakkir hermenn voru settir í miðjan dalinn til þess að gabba orkanna til áhlaups.
Þegar orkarnir komu inn í dalinn réðust álfarnir á þá með örvahrinu. Síðan ruddust spjótliðar þeirra fram og réðust á aðra hlið óvinahersins. Áður en dríslarnir gátu nokkuð að gert réðust dvergarnir frá hinni hliðinni og orkarnir flýðu. Sigur virtist í höfn. En þegar orkarnir birtust upp á fjallsbrúnunum og hlupu niður hlíðarnar í leit að bráð breyttist gangur orrustunnar. Tapið virtist óumflýjanlegt þar til konungurinn undir Fjalli ruddist úr fjallinu og réðst á orkana. Hann kallaði á alla álfa, dverga og menn og skipaði þeim að fylgja sér og réðst hann þar næst að skjaldborg Belgs, konungs dríslanna, en tókst þó ekki að rjúfa hana. Þá snerist taflið við og orkarnir umkringdu álfana, dvergana og mennina. Þessu öllu fylgdist Bilbó með, þar sem hann hafði sett hringinn á sig og laumast í burtu. Þarna sat hann vonlaus þar til hann fann gust yfir höfði sér “Ernirnir! Ernirnir eru komnir!” öskraði hann, þegar ernirnir réðust á fylkingar orkanna. En þá sortnaði honum fyrir augum því að steinn kom fljúgandi og skall á hjálmi hans. Á meðan réðust ernirnir á orkana sem voru upp í fjallinu og drápu þá flesta. Þar með gátu hermennirnir fyrir neðan beint öllum krafti sínum að orkunum sem voru niðri í dalnum.
En enda þótt ernirnir hefðu komið þeim til bjargar áttu þeir við ofurefli að etja. Á síðustu stundu, þegar að öll von virtist úti, kom Björn Birningur einn síns liðs í bjarnarformi og réðst í gegn um fylkingu orkana, á skjaldborg Belgs og felldi hann. Þá flýðu orkarnir í ofboði og orrustan var unnin. Björn tók Þorin, sem var særður til ólífis, í fang sér og bar hann til búða álfanna.
Eftir að Bilbó vaknaði kom álfur og bar hann niður til búðanna. Þar fór hann inn í tjald Þorins þar sem að hann lá á banabeði. “Ég vildi bara fá að kveðja þig, kæri þjófur,” sagði Þorinn. “Nú held ég til biðsala feðra minna, þar til nýr heimur rís. Þar sem ég yfirgef nú allt mitt gull og silfur og fer þangað sem slíkir fjármunir eru lítils virtir, þá vildi ég skilja við þig í vináttu og taka aftur öll mín stóryrði og framkomu við hliðið.”
“Vertu sæll Konungur undir Fjalli” svaraði Bilbó “ Nú ætlar þetta ævintýri þá að enda beisklega en ekki verður hjá því komist og ekkert fjall úr gulli getur úr því bætt. Þó er ég glaður yfir að hafa mátt deila með þér öllum hættunum – það var meira en nokkur Baggi á skilið.” “Ónei! Það er meira í þig spunnið en þú sjálfur gerir þér grein fyrir, barn hins blíða Vesturs. Þú hefur til að bera töluvert hugrekki með töluverðri visku, mátulega samblandað. Ef fleiri okkar kynnu eins og þú að meta góðan mat, gleðistundir og söngva, fram yfir gullsjóði, væri heimurinn skemmtilegri. En nú verð ég víst að fara, vertu sæll!” sagði Þorinn og lést síðan.
Þá gekk Bilbó út, vafði um sig teppi og grét sorgartárum. Tárum vegna Þorins og Kjalars og Fjalars sem höfðu fallið þegar þeir reyndu að verja konung sinn með sínum eigin líkömum.
Nokkrum dögum seinna var komið að kveðjustund. Bilbó kvaddi þá Balin, Dvalin, Dóra, Nóra, Óra, Óin, Glóin, Bifur, Bóg og Vamba. Síðan voru honum fengnir í hendur nokkrir gull- og silfurpokar og gengu hann og Gandalfur síðan heim, langan veg.
Það er óþarfi að ég skrifi meira um það þar sem ég held að greinin sé að vera þó nokkuð löng. En ef ég má bæta nokkru við þá varð Bilbó aldrei eins og áður. Hinir Hobbitarnir fjarlægðust hann og vinguðust flestir einungis við hann vegna gullsins sem að hann kom með heim. En gullinu eyddi hann í gjafir og veislur og þá er sagan búin.
Köttur úti í mýri, setti upp á sig stýri, úti er ævintýri. :D
Váv.