Boromir, erfinginn af ráðsmanni Gondor, var stoltur og göfugur maður sem barðist með þjóð sinni til að verjast ógninni í Austri og var í Föruneytinu. Hann hélt að Hringurinn eini væri það sem gæti bjargað landinu sem hann unni, og hann var mjög áfjáður af Hringnum. Að lokum blindaður af mætti Hringnum reyndi hann að að hrifa til sín Hringin af Fróða, sem varð ein af þeim ástæðum að Föruneytið sundraðist. En í endann þá komst hann til sjálfs síns og gaf líf sítt til að reyna að bjarga Pípni og Kát, sem reyndar Uruk-hai-arnir reyndar náðu að handsama þá.
Boromir fæddist árið 2978. Árið 2984 varð faðir hans Dynaþór ráðsmaður Gondors. Ráðsmennirnir höfðu ráðið yfir Gondor í alder, eða allt eftir að konungserðin rofnaði í Suðri. Sem drengur, þá fannst Boromír ekkert meira gremjulegra en faðir hans skyldi ekki öðlast konungting og það hafði síðan alltaf nagað hann, þaðan kemur öfund hans út í Aragorn.
Yngri bróðir Boromírs, Faramír var fæddur 2983. Móðir þeirra, var aldrei ánægð í Míras Tírið vegan skuggans í Austri. Hún dó þegar Boromír var tíu ára gamall og Faramír aðeins fimm ára gamll. Eftir dauða hennar varð faðir þeirra, úrillur og mjög fáskiptinn.
Boromír vildi alltaf vera viss um að Faramír væri öruggur. Það voru sterk bond og mikil bróðurleg ást á milli þeirra. Bræðurnir voru mjög ólíkir í skapi: Boromír var hvað mest áhugasamur um stríð og bardagaiðkunnir, meðan Faramír, sem hafði einhvern áhuga á bardagaiðjum, en hann hafði mjög mikinn áhuga á að fróðast og öðlast meiri visku. En það var enginn fjandskapur á milli þeirra og voru þeir mestu mátar, en Dynþór hélt svo mikið meira uppá Boromír eins og flestir vita.
Þegar Boromír fór að vaxa og eldast varð hann stætur og stór. Hann var gerður að Kapteini yfir Hvíta turni. Hann bar líka titilinn verndari Hvítaturns .Hann var mjög hugrakkur.
20 Júni, 3018,þá ákvað Sauron að herskarir hans myndu ráðast á Ogíliath. Herskarinn var leiddur af foringja Nazgúlana, og hinir hugrökku gátu vart hugsað sér návist hans. Þegar þeir bökkuðu, var Boromír seinasti foringinn. Hann og Faramír ásamt tveimur öðrum, gátu synt þegar brúnni var kastað niður. Vesturströndin var þá haldin af Óvininum.
Eftir þetta kallaði Elrond til fundar við sig menn og álfa vegan leynilegrar fundar. ( Dvergarnir voru ekki kallaðir á fundinn, en þeir ætluðu að biðja um ráð vegan þess að Sauron var að bjóða þeim samninga og þess háttar ) og Dynþór var búinn að komast af tilefni fundarins. Og hann sendi Boromír á þennan fund.
Ferð Boromírs tók 110 daga.. Hann ferðaðist um Róhan og ferðaðist hann Norður af Þokufjöllum. Hann lenti I miklum erfiðleikum, fyrir það land sem var hægt og sígjandi að rotna. Á leiðinni missti hann hest sins og þurfti því að fara einhvern hluta sem eftir var gangandi. ( Galli í myndinni, því þar kemur Boromír ríðandi á hesti )
25 Óktóber, fór fram fundurinn. Hann hafði bara nýverið kominn til Rofadals. Þegar hann sá Fróða og Bilbó, starði hann á þá , því að Hobbitar voru bara þekktar í gegnum sögur hjá Norður-konungsríkinu, en það var öruggt að þessir tveir voru Hobbitar og nú vissi hann að þeir væru til.
Boromír talaði við ráðstefnu Elronds, og sagði frá því hvernig Gondor væri að ráðast frá Anduín. Samt sagði hann að hann væri ekki að leyta herskara heldur ráða.
Þegar leið á fundinn.
Aragorn kom með brotin af Narsíl – Elendils sverð sem hafði höggvið Hringinn eina af Sauron – og Fróði var sá sem hélt uppi á Ísildursbana. -
Þegar ráðið var að ákveða hvað ætti að gera við hringinn, vildi hann nota hann til að ráðast gegn Sauron.
Það var markmið Boromírs að snúa aftur til Mínas Tírið. Hann var nefndur meðlimur Föruneytisins 25 Desember, 3018.
Þegar leið á ferð þeirra um Karadrahs 11 Janúar, 3019, hjálpaði Bormomír Fróða uppúr snjónum. Hann sagði að þeir yrðu að reyna bjarga sér með því að nota eldivið sem hann hafði ráðlegt þeim að taka með. Næsta morgun gerðu hann og Aragorn leið með því að riðja sér í gegnum snjóinn, síðann báru þeir Hobbitana á bakinu.
Þegar skarðið um Karadrash var síðan lokað, fanns Boromír að þeir ættu að halda áfram með þeirra upphaflega plan og fara suður og á vesturhlið Þokufjalla og fara í gegnum Róhan.
En Gandálfur sagði að sá vegur væri ekki öruggur og að þeir ættu að fara undir námur Moría. Boromír var ekki ánægður með þetta plan, hann sagði að Föruneytið yrði að kjósa með þessu plani.En spangól Vargana breyttu hug Boromírs. Áður ein þeir gátu farið vesturleiðina að Moríu var ráðist að föruneytinu. Boromír barðist vel og drap eina skepnuna, en Gandálfur gerði síðan einhverja eldgaldra(??) og þá flýðu vargarnir.
13 Janúar þegar þeir náðu að Dyrum Moría, kom það Boromír á óvart að Gandálfur vissi ekki lykilorðið að dyrunum. Á meðan Föruneytið beið, henti Boromír steini. Gára kom á yfirborð vatnins og nálgaðist bakkann. Akkurat þegar Föruneytið var að fara inn um Durinsdyr, réðst Vatnsskrímslið á Fróða. Föruneytið flúði inn í Moría og Vatnskrímslið lokaði fyrir dyrnar með hruni og grjótum.
Ástæðan fyrir því að ég sendi inn greinina ekki full kláraða er vegna þess að það alveg bráðvantar efni. Og vill ég enn og aftur reyna að hvetja ykkur til að sendi inn eitthvað efni.
acrosstheuniverse