Er Sauron var eftir í Miðgarði eftir að Valar gerðu innrás og unnu Melkor og hans her varð Sauron hinn mesti lærisveinn Melkors eftir því að hann þorði ekki að fara með Jónveri sendiboða Vala til Amanslands því að hann var hræddur við hver sín refsing yrði. Hann var því eftir í Miðgarði og þar snérist hann aftur til vonsku sinnar því hann var enn undir áhrifum Melkors. Þá fór hann að gera Máttarbaugana enn um þá er talað í byrjun hverrar Hringadróttinssögu.
Enn hann bjó til 20 hringi. Þrjá fengu kóngar álfa, 7 höldar dverga og níu fengu dauðlegir menn og sjálfur gerði Sauron sinn hring sem var máttugastur hringanna og með mikið af sínum eigin mætti. Sauron vingaðist við Nolda í Eregion því að þeir voru meistarasmiðir. Noldar ásamt Sauroni smíðuðu þessa hringa. Sauron smíðaði þó sinn hring í felum, er smíðinni var lokið setti hann hring sinn á fingur sér og gat þannig fylgst með öllu sem athafst var með hinum hringunum. Enn álfarnir fundu þegar Sauron setti sinn hringur á fingur sér og tóku þá strax niður. Þá varð Sauron ævareiður og stal öllum hringunum nema 3 og þeir voru máttugastir þeirra utan við hring Saurons því hann stjórnaði öllum hringunm. Þessir hringar voru þeir Narja, Nenja og Vilja. Einn var fyrir Eld annar fyrir loft og þriðji fyrir jörð. Elrond fékk einn, Galadríel einn og svo Sirdán skipasmiður þann þriðja enn hann lét Míþrandí(Gandálf) sinn hring til að berjast við Sauron og var það hringur fyrir eld og kom hann Gandálfi að góðum notum í hringadóttinsstríðinu. Eftir að Sauron stal hringunum þá lét hann menn fá níu og dverga 7, enn dvergarnir vildu ekki nota þá. Mennirnir notðuðu þá hinsvegar óspart og urðu þeir mjög máttugir konungar þeir sem Sauron lét hafa hringa. Þessir menn urðu mjög voldugir, sterkir og urðu mjög gamlir, enn með tímanum þá byrjuðu þeir að hverfa og urðu ósýnilegir, nema Sauron og hinir sem báru hringa gátu séð þá. Sauron gerði þá að sýnum verstu stríðsherrum og hétu þeir Nazgúlar. Og þannig lýkur minni frásögn af Máttarbaugunum. Ég vona að þessi grein hafi upplýst þá sem ekki vissu mikið um hringana.
Takk fyrir BrynjarH