Valar? það eru nú kynlegir kvistir. Í raun eru engir valar til. Eins og ég túlkað Ænúasöngskaflann eru Valar bara hugsanir Alföðurs. Og eins magnaður og “ER hinn eini” er þá var það svo sem auðvitað að hugsanir hans myndu taka á sig mynd fyrir óæðrir. Þar ser Veröld er bara söngur úr innsta hugardýpi Persónu sem er einn í öllum alheimi þá hlýtur Veröldin að vera bar tálmynd í huga Alföðurs(kannski að Tolkien sjálfur sé “Alföður”). Melkor hins vegar var svo mikið einn á vappi að ólíkt hinum Ænúunum þá kom það fyrir að upp í kollinum á Melkori skutu upp sjálfstæðum hugsunum óháð Alföður. En þar sem Melkor er aðeins afsprengi hugsanna Alföðurs þá erallt sem kemur frá Melkori frá Alföður upphaflega sprottið. Og öll verk Melkors eru aðeins liður í heildarmynd söngsins.
En afhverju skyldi Alföður hafi verið að raula eitthvað einn með sjálfum sér í endalausum víðáttum tómsins. Hann var að undirbúa komu afkvæma sinna(eingetna hlýtur að vera) í sölum Jásins. Þar fyrst fer að örla á einhverju sjálfstæði. Það segir sig sjálft að afkvæmi einhvers er ekki foreldrið heldur nýjir einstaklingar. Og þeð eru hinu árbornu álfar og síðbornu menn. Allt annað í sölum jásins er þá aðeins hugarfóstur Alföðurs. Plöntur jarðainnar, sjávarverur,fuglar og dýr merkurinnar. Og Hobbitar væntanlega þá. Getum við á Huga sætt okkar við það að hobbitarnir í Hringadóttinssögu séu ekki sjálfstæðar persónur eins og álfar og menn, heldur bara hugafóstur Alföðurs, svona eins og falleg teikning í sögubók. Því vitanlega samkvæmt Ænúasögum og Valasögum þá eru Hobbitar ekki börn alföðurs (nema þeir séu óskilgetnir (Og líka eingetnir))
Meira bullið í mé